Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 37
„Hefurðu lengi búið hér?“ spurði Rin- aldo. „Ó, nei,“ svaraði sá gamli. „Þó meira en mannsaldur." Rinaldo horfði á hann rannsakandi aug- um og spurði: „Þú átt þá meira en manns- aldur að baki?“ „Tvo,“ var svarið. Rinaldo horfði enn á hann efinn á svip. Öldungurinn var samt hinn rólegasti. Þeg- ar Rinaldo ætlaði að spyrja einhvers frek- ar, þá heyrði hann söng og sá nokkrar konur með slæður fyrir andliti ganga fram- hjá. „Hverjar eru þessar?“ spurði hann. „Lærisveinar mínir.“ „Hér eru þá líka konur?“ „Lærisveinar vízkunnar, prestar í must- eri náttúrunnar og sannleikans.“ Rinaldo þagði, og öldungurinn bað hann að fylgja sér eftir. Þeir fóru inn í lát- laust herbergi og settust. „Vinur! Hvers vegna fórstu á burt frá höllinni án þess að segja frá því? Þar eru menn mjög órólegir vegna brottfarar þinn- ar.“ „Hverjir?“ spurði Rinaldo snöggt. Öldungurinn benti á stóran spegil úr gljáfægðum málmi, sem hékk uppi í her- berginu. Rinaldo leit á spegilinn og sá sér til mikillar undrunar bæði Láru og Lodo- vico lifandi fyrir sér. Hreyfingar þeirra og andlitsdrættir gáfu til kynna, að þau voru að ræða saman. „Ég heyri, hvað þau segja,“ sagði gamli maðurinn. „Ég heyri það með innri eyr- um.“ „Hvað eru þau að segja?“ „Stúlkan er kvíðafull vegna hvarfs þíns. Þjónn þinn hélt, að þú hefðir aðeins farið í stutta gönguferð. Hún lætur sér þessa skýringu ekki nægja.“ Rinaldo þagði stundarkorn. Og öldung- urinn truflaði ekki hugleiðingar hans. — Þegar Rinaldo leit aftur í spegilinn, sá hann Láru í herbergi sínu og ritarann í faðmi hennar. Hann sneri sér undan og sagði: „Vinur! Þú ert mikill maður.“ „Þú getur líka orðið það, sem ég er,“ sagði öldungurinn. „Ég er ekki sá eini minnar tegundar í heiminum.“ Rinaldo stundi þungan og spurði: „Þekkir þú mig?“ „Hvers vegna ætti ég ekki að þekkja þig?“ spurði gamli maðurinn og benti á spelgilinn. Rinaldo sá sjálfan sig í stigamannsbún- ingi sínum fyrir utan einsetumannskofa Donatos. Hann hrökk saman og spurði: „Þekkir þú líka Donato?“ „Hví ekki það?“ spurði sá gamli og benti aftur á spegilinn. Þar stóð Donato við vinnu í garði sín- um. „Ég skal sýna þér nokkra aðra menn, sem þú kannast við,“ hélt sá gamli áfram. „Líttu í spegilinn. Þeir fara þar fram- hjá.“ Rinaldo leit í spegilinn og sá della Roc- ella prins, föður hinnar yndislegu Aure- liu. Hann gekk fram og aftur í herbergi einu og las í bók. — Nú breyttist um- hverfið, og Rinaldo sá inn í klausturklefa, þar sem Aurelia svaf í rúmi sínu. — Hann andvarpaði og leit niður fyrir sig. Þegar hann leit upp aftur, sá hann Martagno greifafrú. Hún sat í laufskála sínum og grét. — Rinaldo stundi þungan. — Sviðið breyttist. f eyðilegu umhverfi reikaði förukona. Það var Rósa. „Er hún enn á lífi?“ spurði Rinaldo. „Hún lifir,“ var svarið. „Sé ég hana aftur?“ Öldungurinn hugsaði sig um og sagði: „Núna get ég ekki sagt það með vissu.“ Rinaldo þagði. Gamli maðurinn spurði: „Viltu sjá enn aðra kunningja þína?“ „Nei,“ svaraði Rinaldo. Blátt silkitjald var dregið fyrir spegil- inn. Rinaldo endurtók það, sem hann áður hafði sagt: „Vinur! Þú ert mikill maður.“ Gamli maðurinn brosti og sagði: „Þú átt að sjá, hve djúpt ég kafa í leyndar- dómana. Ég skal sýna þér það, sem duld- ist í launhelgum Egyptalands. Þá hef ég afhjúpað. Lærsveinar mínir munu setja á svið sjónleik fyrir þig. Hann er til skemmt- unar, en vekur einnig til umhugsunar.“ Hann stóð upp, þegar hann hafði þetta mælt, og leiddi Rinaldo í fagran sal, þar sem táknmyndir allra guða veraldarinnar voru málaðar á veggina. heimilisblaðið 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.