Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 41
Gestgjafinn kom til móts við þá í hlið- inu og sagði, að gistihúsið væri svo fullt, að hann gæti vart boðið þeim viðunandi gistingu. Rétt í þessu hefðu einmitt kom- ið maður og kona ásamt fleira fólki og fengið síðustu herbergiskytrurnar. Rinaldo langaði ekki til að halda ferð- inni áfram og sagðist gera sér að góðu, hvaða pláss, sem um væri að ræða. Hann steig af hestinum í húsagarðinum og kom þá auga á vagn einn, sem nýbúið var að spenna dráttardýrin frá. Hann varð undr- andi, þegar hann sá Olimpíu í vagninum. Hann hafði enn ekki jafnað sig eftir þessa sjón, þegar hann sá hinn illræmda höfuðs- mann hinu megin við vagninn. Höfuðsmaðurinn var fljótur að grípa til skammbyssunnar, þegar hann sá, hver hér var á ferðinni, og skaut á Rinaldo. Hann hrópaði: „Hitti ég þig nú hér, bóf- inn þinn.“ Kúlan særði vinstri öxl Rinaldos. Olim- pía leitaði strax skjóls í vagninum og æpti hástöfum af hræðslu. Þegar Lodovico sá, hvað við hafði bor- ið, skaut hann á höfuðsmanninn og særði hann illa á hægri handlegg. Hann féll til jarðar og hrópaði af öllum lífs og sálar- kröftum: „Lokið hliðinu! Handtakið þennan mann hjá hestinum. Rinaldini er hér mitt á meðal okkar.“ Við þessi hróp komst allt í uppnám. Gestgjafinn, vinnumenn hans, þjónar höf- uðsmannsins, nokkrir rekstrarmenn, burð- armenn, ökumenn, nokkrir riddarar, sem voru á verði í gistihúsinu, réðust með svipum, bareflum, hökum, heykvíslum og sverðum gegn Rinaldo og mönnum hans tveim. Vinnumaður einn hljóp til hliðsins til þess að loka því. Nero skaut til hans og þaut á harða stökki út um opið hliðið. Rinaldo greip til skammbyssu sinnar, en þá var gripið í hann aftan frá. Honum var varpað til jarðar, áður en hann gat hleypt af skoti. Sex menn lágu ofan á hon- um, bundu fætur hans og hendur. Lodovico veiti einum af þjónum höfuðs- mannsins banahögg og öðrum mikið sár á handlegg, áður en hann féll.til jarðar við mikið höfuðhögg. Hann hlaut sömu með- ferð og húsbóndi hans. Hann nísti tönn- um, og andlit hans afmyndaðist í aflvana æðiskasti. Rinaldo leit til hans alvarlegur í bragði og sagði: „Hæ, Lodovico, hvers vegna læt- urðu svona? Hinzta stundin rennur upp í lífi hvers manns — einnig hjá okkur.“ „Það veldur ekki reiði minni,“ sagði Lodovico og stundi, „heldur það, að þessir ræflar skuli hafa ráðið niðurlögum okkar. heldur hefði ég kosið, að við hefðum fall- ið í ærlegum bardaga." „Örlögin vildu annað,“ svaraði Rinaldo. „Vertu rólegur og æðrulaus. Við erum enn ekki komnir á aftökustaðinn. Ef við eigum að láta þar lífið, þá getum við ekki breytt því í vanmætti okkar.“ Á meðan þessu fór fram, hafði höfuðs- maðurinn falið fanga á hendur riddurun- um til gæzlu og sagt þeim, hvaða verðlaun þeir fengju fyrir afrek sitt hjá stjórn- inni. Ákveðið var að hafa stranga gæzlu á föngunum um nóttina og fara með þá daginn eftir í sigurgöngu til næsta dóm- ara. Fangarnir voru færðir til herbergis eins og vörður settur hjá þeim. Höfuðsmaðurinn var borinn inn í rúm og bundið um hann eins vel og kostur var, þar til hægt væri að ná til læknis. Olimpia var í miklum vanda stödd. — Gestgjafinn safnaði saman öllum, sem átt höfðu þátt í bardaganum og handtöku ræningjanna. „Lítið hér á borðið,“ sagði hann. „Hér stendur skrifað með krít, hvað hver og einn fær í hlut af þeirri upphæð, sem sjtórnin hefur sett til höfuðs Rinaldinis. Þar að auki höfum við nú öðlazt frægð og mikinn heiður, já, munum hljóta þakklæti og virðingu allra eyjaskeggja. Gistihús mitt mun af þessum sökum verða jafn- frægt og merkisstaður úr styrjaldarsög- unni.“ Einn rekstrarmannanna ýtti húfunni sinni hugsandi frá vinstra eyra yfir á það hægra og sagði: „En munu menn Rinaldinis skilja eftir stein yfir steini í þessu gistihúsi?“ Gestgjafinn varð vandræðalegur og spurði kvíðafullur: „Hefur hann fleiri mönnum á að skipa?“ „Asni,“ hrópaði rekstrarmaðurinn, „Það ættirðu þó að vita. Hann hefur flokk manna, sem óttast ekki sjálft eldsvítið. HEIMILISBLAÐIÐ 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.