Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 43

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 43
„Ó, já,“ svaraði Nero. „Ég bjóst við því. Það gerir ekkert til. — Ég kom mér á burt, rakst á verði Luiginos, sendi einn þeirra til hans til að segja honum, hvað fyrir hefði komið. Hina verðina átta að tölu tók ég með mér. Við klifum yfir girðing- arnar og inn um gluggana og nú erum við hér. Ég veit, að Luigino verður brátt til staðar.“ „Nero,“ sagði Rinaldo. „Ég skal launa þér og félögum þínum þetta afrek ríku- lega.“ „Nú skulum við koma okkur út í skyndi. Hér eru vopn, ef einhver gerir hávaða." Þeir læddust niður. Allt var kyrrt og hljótt í húsinu. Hinir biðu í húsagarðin- um. Þeir tóku eins marga hesta og múl- dýr úr útihúsinu og þeir gátu náð í. Og nú létu þeir til sín heyra. Nú vöknuðu menn í gistihúsinu, og aðvörunarmerki var gefið. Nú var púðurkerlingu skotið á loft fyr- ir utan gistihúsið. „Hæ þetta er merki frá Luigino. Nú var ekki lengur hægt að halda aftur af körlunum. Þeir skutu nokkrum kúlum inn í stóra salinn, þar sem menn höfðu búið um sig á flatsængum. Þaðan heyrðust óskapleg óhljóð. Um leið og skothvellirnir heyrðust, var hliðið brotið upp utan frá, og flokkur Luiginos þyrptist inn í húsagarðinn. Nú jókst hávaðinn um allan helming. Hesthús- ið var tæmt í einu vetfangi. Þegar Luigino heyrði, að Rinaldini hefði verið bjargað, þaut hann til hans og faðm- aði hann að sér. Jafnframt gaf hann merki til brottfarar. Ræningjarnir skutu enn einu sinni af byssum sínum á gisti- húsið, hesthúsið og önnur útihús og héldu svo burt með herfang sitt. Þeir höfðu far- ið stuttan spöl, er þeir heyrðu í herklukk- um. Þeir litu við og sáu gistihúsið í björtu báli. Hræðsluópin bergmáluðu í brennandi húsunum. ... Það fór hrollur um Rinaldo. Hann huldi andlitið í höndum sér og flýtti sér sem mest hann mátti til fjallanna. ... Rinaldo lá í hvílu sinni í tjaldinu nótt sem dag. Flestir voru farnir í könnunar- ferðir þar á meðal Lodovico og Nero. Luigino gekk til Rinaldos, horfði á hann um stund og sagði: „Þú sérð að þú ert einskis nýtur fyrir mennina utan okkar flokks. Heimurinn hefur þér ekkert að bjóða, engan sama- stað handa þér. Vertu kyrr í hinum dular- fullu dölum, skógum og auðnum, sem hinn óttalegi, en um leið virðulegi leiðtogi. Gefðu þig ekki hugarvíli á vald. Teningun- um er kastað, hvað sem hver segir. „Þú hefur satt að mæla.“ „Þetta þykir mér gott að heyra. Hér með endurnýja ég hið fyrra tilboð mitt. Taktu við forystu flokksins. Ég ætla að verða aðstoðarforingi þinn.“ „Ég skal fúslega vera hér um kyrrt, en forystu manna þinna get ég ekki tekið að mér. Treystu jafnt á mig og aðra menn þína, þegar vanda ber að höndum.“ Þeir voru enn að tala saman, þegar merki var gefið frá einum njósnarflokk- anna, sem var að koma heim. Lodovico var móður mjög, þegar hann gekk inn í tjaldið og sagði: „Við höfum gómað feitan bita, og þú hlýtur að verða því mjög feginn. Við höfum handsamað höfuðsmanninn og Olimpiu hina fögru.“ Þau voru bæði leidd í fjötrum inn í tjaldið. Rinaldo brá, þegar hann leit á fang- ana. Olimpia horfði stundarkorn á hann þögul og spyrjandi, en kraup svo niður og sagði: „Ég fel mig á vald þinnar misk- unnar.“ Rinaldo benti henni að standa á fætur og sagði: „Ég er ekki foringi þeirra manna, sem hafa tekið ykkur til fanga. Foringinn stendur við hlið mína. Beinið óskum ykk- ar til hans. Ég er ekki dómari ykkar. En þar sem ég á þér, hugrakka vinkona, frelsi og líf mitt að þakka, þá bið ég vin minn, Luigino af þeim sökum að láta þig lausa.“ „Hún er frjáls ferða sinna,“ hrópaði Luigino. Fjörtarnir voru leystir af henni þegar í stað. Luigino tók aftur til máls: „En hvað snertir þennan höfuðsmann, þá skulum við geyma hann í hellinum, þang- að til Lodovico hefur frætt mig um allt það, sem hann hefur gert á hluta vinar okkar hins mikla Rinaldinis.“ Höfuðsmaðurinn mælti: „Það sem ég heimilisblaðið 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.