Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 49

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 49
deiginu og penslað með bræddu smjöri og lagðir ofan á kremið. Tertan bökuð í heit- um ofni (225—250°). Hitinn minnkaður eftir ofurlitla stund og tertan bökuð á hálftíma. Borin fram heit. Svo eru hér nokkrir góðir ábætar. Súkkulaðimarengs: marengs: 4—5 eggjahvítur 200—250 gr. flórsykur. Eggjahvítur og flórsykur er látið sam- an í skál. Skálin er sett yfir heitt vatn. Þeytt vel í 20—25 mín. Þeytið ekki of lengi. Hvoðan látin í sprautupoka. Spraut- ið mismunandi stóra hringi á smurða plötu, og sprautið einnig nokkra toppa. Bakað við hægan hita. Skreyting: 50—100 gr. súkkulaði y2 1. rjómi 2 tsk. vanillusykur rauður eða grœnn ávaxtalitur. 25—30 möndlur. Súkkulaðið brætt. Möndlurnar afhýdd- ar og skornar í lengjur. Ristið þær ofurlítið í ofni. Rjóminn þeyttur með vanillusykr- inum. Litið helminginn grænan eða bleik- an. Leggið marengshringina á fallegt fat, og festið þá saman í pýramída með bræddu súkkulaði. Leggið einn toppinn efst og hina innan í. Smyrjið ólitaða rjómann yfir pýramídann og sprautið litaða rjómann í renndur yfir hvíta rjómann. Stingið rist- uðu möndlunum inn í hingað og þangað. Marengskaka með ís. 4 marengsbotnar eru búnir til úr 10 eggjahvítum og 300 gr. flórsykur. Bak- að við hægan hita. Búið til ís úr 1 1. rjóma, 200 gr. sykri, 5 eggjum eða 6—7 eggja- rauðum, sultu og möndlum. Á stórt fat er fyrst látinn marengsbotn. Á hann er lagð- ur ís, þá marengsbotn, yfir hann sulta, þá marengsbotn og þá afgangurinn af ísn- um og síðasti marengsbotninn. Afhýddar og ristaðar möndlur eru látnar ofan á. Kakan er lögð saman á síðasta augnabliki, því annars verður marengsinn mjúkur. Svo óska ég ykkur öllum, húsmæður góðar, hvar sem er á landinu, GLEÐILEGRA JÓLA! Á hárgreiðslusýningu, sem nýlega var haldin i Lundún- um, var þessi greiðsla sýnd, en hatturinn sjálfur er úr lausu hári. Skálin, sem stúlkan er með, steikir kjötið meðan súpan er horðuð, og er ]>ví til mik- illa þæginda. Myndin er tek- in á búsáhaldasýningu, sem nýlega var haldin i Hamborg. HEIMILISBLAÐIÐ 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.