Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Side 6

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Side 6
ast niður á við, bundinn í reipið, sem fest var um snösina. Og þá skeði það. Reipið fyrir ofan hann slitnaði sundur, og hann hrapaði 80 metra og lenti utan í bjarginu tvisvar sinnum. Hnykkurinn á reipi því, sem batt þau tvö saman, þreif frú Erlanger einnig með í fallinu. Það eitt varð henni til lífs, að reipið slöngvaðist utan um nibbu, sem stóð út úr fjallinu. Þannig héngu þau hvort á sínum enda — en 600 metra regindjúp fyrir neðan. Otto hafði höfuðkúpubrotnað og var lát- inn að nokkrum mínútum liðnum. Frú Er- langer var illa brotin og meðvitundarlaus. Nokkrir aðrir f jallgöngumenn höfðu fylgzt með slysinu, og þeir lögðu þegar af stað niður á bóginn og færðu þær fregnir, að bæði væru látin. Um nóttina fór hópur ítalskra leiðsögumanna upp að slysstaðn- um til að ná í líkin. Þeim til mikillar undr- unar heyrðu þeir hróp frú Erlanger, sem komizt hafði til meðvitundar aftur. Hún var flutt til Cervina, þar sem hún síðar meir jafnaði sig. Lík Ottos var flutt til Zermatt þegar næsta dag. Allan næsta sunnudag og mánudag flutti fjallalestin vini Ottos upp til Zermatt. Það varð að fresta jarðarförinni í margar klukkustundir, því að lestin hafði ekki get- að tekið alla þá, sem vildu vera viðstaddir. Fjallagarpar báru kistuna í kirkjugarðinn í Zermatt, þangað sem svo margir hafa hlotið hinzta legurúm, sem látizt hafa í viðureign við Matterhorn. í fjölmennri lík- fylgdinni gaf að líta forustumenn ýmissa fjallgönguhópa og skíðafélaga, auk yfir- valda næstu héraða, fjölda fjallgöngu- garpa, sem Otto hafði veitt leiðsögn, og síðast en ekki sízt fjölmenna fjölskyldu hans. Þetta var ein svipmesta jarðarför, sem íbúar Zermatts minntust. Hinn þekkti fjallgöngumaður, Sir Arnold Lunn, flutti Otto Furrer hinztu kveðju í stuttri en hrífandi ræðu. Matterhorn varpar skugga sínum á gröf hans, og frá hinzta hvílustað sínum má Otto líta upp til hinna voldugu fjallatinda, sem hann unni svo af hjarta. V •¥■ # SÓLARGEISLARNIR Sólin var rétt nýrisin upp og stóð nu kyrr á himinboganum eins og skínandi fagur skjöldur. Hún varpaði geislum stf1' um yfir gervallt landið, til þess að vekja alla þá sem sváfu. Einn þessara geisla kom á lævirkjann. Hann var ekki lengi að vapPa út úr hreiðrinu, fljúga hátt í loft upp bregða á dillandi lag, til lofs og dýrtte1 hinum undurfagra morgni. Annar gelS lenti á héranum. Hann nuggaði stírurnal aðeins lítið eitt, hljóp síðan út úr skógin' um og fram á engi, þar sem hann fan11 kjarngott safgresi og ilmandi jurtir se5 til morgunmatar. Og svo var það þriðJ1 geislinn, hann brauzt inn í hænsnakofann> Haninn rak upp gal, og hænurnar flu£u niður af prikum sínum, kvökuðu og stukka síðan út í garð til að sækja sér gómfylli. bera inn í hreiðrin. Fjórði sólargeisli1111 vitjaði dúfnanna, sem kurruðu hver upP aðra, því að dyrnar á kofanum þeirra v° , enn læstar. En svo þegar þær opnuðus > flugu þær allar með tölu hátt í loft og út yfir bauna-akurinn, þar sem þær se . ust og lásu ertur sér til saðningar. Fin^ geislinn kom til býflugunnar smáu. I1 . kom á hraðaflugi út úr býkúpunni sinn^ hristi smágert ryk af vængjum ser flaug síðan út yfir runnana og rósatre ^ sótti sér hunang og fór með það heim- kom loks síðasti geislinn að rekkju sve purkunnar. En svefnpurkan lá kyrr. & ^ sneri sér bara á hina hliðina og hrau >^ meðan allar aðrar skepnur skaparans n þess að vaka og vera til. ☆ ★ ☆ Kvöldsýn Áfram synda, ofar tindum vaka ský, sem vindum undan aka, ótal myndbreytingum taka. 50 HEIMILlSBbA

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.