Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Síða 8
Ég útskýrði fyrir henni, að það væri vegna þess hvað við værum komin í mikla hæð og vegna skorts á súrefni að við ætt- um svona erfitt með andardrátt. Og það var satt. Soroche (hæðarveiki) er alvarleg. Fólk fær verk í hnakkann. Það líður yfir marga uppi á Ferrocarril Central, og ein- staka sinnum hendir það, að farþegi deyr. Þannig tókst mér að fá Carmelu til að tala við mig — með því að hræða hana ofur- lítið. Hún leyfði mér að sitja við hliðina á sér, og við töluðum kurteislega saman, eins og ókunnugir tala saman í lest. En augu okkar voru ekki alveg eins hæversk. Augu okkar gátu ekki leynt því, að okkur leizt vel hvoru á annað. Þegar við höfðum talað saman ofurlitla stund spurði ég: „Hefur einhver ættingi yðar gengið í skóla í Kaliforníu?" „Já,“ sagði hún hlýlegri röddu. „Bróðir minn, sem heitir Viktor. Hann var dálítinn tíma í háskólanum þar. Það hlýtur að vera undarlegur staður.“ „Sumum finnst það ef til vill,“ sagði ég og brosti. „Hvers vegna haldið þér það?“ „Vegna þess að Viktor vill aldrei tala um það.“ Ég furðaði mig á að heyra þetta, og festi það mér í minni. Svo sagði ég sak- leysislega: „Það er ekki algengt, að ung stúlka ferð- ist ein.“ Carmela roðnaði. „Það er heldur ekki viðeigandi, en engin systra minna gat fylgt mér, og þjónustufólkið er hrætt við hjart- veiki hér uppi í hálendinu. En ég er sterk og ég ákvað þess vegna að fara þetta ein.“ „Er ferðin svo mikilvæg að þér viljið hætta heilsu yðar hér í fjöllunum?" Hún yppti öxlum. „Viktor minntist ekk- ert á það í skeytinu. Hann skrifaði aðeins, að það lægi á, vegna þess að það kæmi gestur, sem við þyrftum að sinna heima við námuna.“ Jæja, þarna fékkst skýringin á þessum undarlegu fundum okkar. Nú gat ég fyrst gefið mér tíma til að njóta lífsins. Ég gleymdi sjálfum mér við að horfa á andlit hennar og hinar fögru línur líkamans. Hún talaði kurteislega og forðaðist að líta beint á mig, en ég gat séð að augu hennar urðu blíðleg í myrkri undirgangnanna. Við fór- um framhjá Ticlio, sem er síðasta stöð að- aljárnbrautarinnar Kyrrahafsmegin, °S ókum inn í hin löngu Galera-göng og þut' um í gegnum hjarta Mugom-fjallsins i svarta myrkri. Ég tók tösku Carmelu og svefnpokann minn, en hún gekk á undan mér með yndislegu göngulagi Lima-kvenn- anna. Þegar við nálguðumst hinn enda undn’- ganganna hallaðist vagninn. Carmela datt á mig. Ég lagði handlegginn utan um hana til að styðja hana, en þegar við snertum hvort annað, þá var það engu líkara etl rafstraumur færi í gegnum okkur. Ég lagð1 handlegginn alveg yfir um titrandi líkama hennar, og hún reyndi að veita mótspy1’1111’ en það tókst ekki. Við sveifluðumst þarna til og frá, og ég beygði höfuðið og kyssÞ hana á hálsinn. Þá sneri hún andlitinu aö mér, og ég kyssti einnig varir hennar. Við urðum bæði feimin. Þá kom hún auga á svefnpokann minn, sem ég hélt a 1 sömu hendi og töskunni hennar. Hún sagð1 undrandi: „Ætlið þér einnig til Galera?. Ég hló. „Já, því ekki það, úr því að Pet ferðizt langar leiðir, til að hugsa um m^g •. Hún sló mig utan undir, og sagði reið1' lega: „Þetta er handa Kana, sem svindla1’- Svo nam lestin staðar í sólskininu á Ga- lera-stöðinni. Ég mun aldrei gleyma undruninni á an ' liti Viktors Calderons, sem hann þó hat undarlega mikla stjórn á, þegar ég s' ítökk úr lestinni og hann þekkti mig aftur. var sá sami Viktor og frá skóladögunum — grannur og fríður maður með mJ° dökkt hár og brún augu — og samt va hann ekki sá sami. Þetta var ekki elskule® útlendingurinn með skemmtilega hveltíl^ inn, sem við skemmtum okkur svo vel me^ heima. Hér var hann annar, vegna Þe^ að þetta var hans land, og það var ég se var ókunnugi útlendingurinn. • Viktor var í reiðfötum og í mjög gl®f.r legum reiðstígvélum með sporum. É11 dökka leðurjakkanum sást í svarta skam byssu. g Við tókumst í hendur. „Ég get ímy1^ „ mér, að þú sért búinn að gleyma mel’ heimilisblA010 52

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.