Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 22
• ¦V ','..- ";•¦" r . ¦ "*-'¦'. < Monsieur Antoine er, þótt hann sé um áttrætt, einn af fremstu hárskrýfingarmeistur- um heims. Hann er kunnur fyrir undarlegar tiltektir og um hann hafa margar sögur verið sagðar. Eitt sinn litaði hann hundinn sinn f jólubláan og skömmu síðar varð það uppáhalds háralitur kvenna víða um heim. Hér á myndinni er hann að skrýfa hár ástr- ölsku stúlkunnar Margaret Smith. Það er heldur óvenjulegt að hafa grísi sér til skemmtunar í staðinn fyrir hunda eða ketti. Þessi unga stúlka hefur þó útvegað sér „œttgöfugan" grís frá Viet-Nam. > < Geoffrey Daunt, 13 ára drengur frá Cardiff, vann ný- lega í samkeppni, sem var í því fólgin að moka 50-aura pen- ingum í poka. Hann fékk að eign innihald sekksins, sem nam 409 sterlingspundum. Hér eru verkamenn að ryðja einn af vegunum um ítölsku alpana, sem lokaðist alveg af snjóskriðu, sem féll yfir hann. > Danska kvikmyndaleikkonan Anna Karina, sem vakið hef- ur mikla athygli í kvikmynda- lífi Parísar, ætlar nú að leika á sviði á næstunni í Studio des Champs-Elysées. Hún leik- ur hlutverk Súsönnu í leikriti Diterots — unga stúlku, sem ekki vill gerast nunna. > < A Borneo koma mæðurnar börnum sínum fyrir á þann hátt, að láta þau í nokkurs konar poka úr taui, sem hengdur er upp. Sagt er að venja megi hunda á að róla börnunum. 66 HBIMILISB LA*> 19

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.