Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Qupperneq 22
< Geoffrey Daunt, 13 ára drengur frá Cardiff, vann ný- lega í samkeppni, sem var í því fólgin að moka 50-aura pen- ingum í poka. Hann fékk að eign innihald sekksins, sem nam 409 sterlingspundum. Hér eru verkamenn að ryðja einn af vegunum um ítölsku alpana, sem lokaðist alveg af snjóskriðu, sem féll yfir hann. > Danska kvikmyndaleikkonan Anna Karina., sem vakið hef- ur mikla athygli í kvikmynda- lífi Parisar, ætlar nú að leika á sviði á næstunni í Studio des Champs-Elysées. Hún leik- ur hlutverk Súsönnu í leikriti Diterots — unga stúlku, sem ekki vill gerast nunna. > < Á Borneo koma mæðurnar börnum sínum fyrir á þann hátt, að láta þau í nokkurs konar poka úr taui, sem hengdur er upp. Sagt er að venja megi hunda á að róla börnunum. < Monsieur Antoine er, þótt hann sé um áttrætt, einn af fremstu hárskrýfingarmeistur- um heims. Hann er kunnur fyrir undarlegar tiltektir og um hann hafa margar sögur verið sagðar. Eitt sinn litaði hann hundinn sinn fjólubláan og skömmu síðar varð það uppáhalds háralitur kvenna víða mn heim. Hér á myndinni er hann að skrýfa hár ástr- ölsku stúlkunnar Margaret Smith. Það er heldur óvenjulegt að hafa grísi sér til skemmtunar í staðinn fyrir hunda eða ketti. Þessi unga stúlka hefur þó útvegað sér „ættgöfugan“ grís frá Viet-Nam. > 66 HEIMILISBLA1’ IP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.