Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 24
STÚLKA Á FLÓTTA FRAMH ALDSSAG A Um áttaleytið fór Henry út til að kaupa kvöldblöðin, en hann sá eftir að sóa pen- ingum í þau, því að þar var ekkert um Alice og Henry og síðustu afrek þeirra, og á öðru höfðu þau ekki áhuga. Annars hafði Henry fyrir sitt leyti nægi- leg umhugsunarefni. Hann hafði mikinn hug á að kynnast Alice betur, og hann var alveg sannfærður um það, þegar hann klifraði upp í kojuna sína um kvöldið, að hann hefði ekki getað valið sér betri stúlku, úr því að hann á annað borð kom fram sem verndari kvenna. Henry lá kyrr og hugleiddi, hvernig henni litist á hann. Stundum þegar hún leit undan eða roðn- aði allt í einu, þá vonaði hann, að... Henry sofnaði út frá hugsunum sínum og kom ekki aftur til sjálfs sín, fyrr en Alice ýtti við honum næsta morgun með rjúk- andi tebolla í annarri hendinni. „Látið það sjást í guðanna bænum, hvort þér eruð með lífsmarki!“ sagði hún. „Ann- ars geri ég mér ekki meira ómak yðar vegna. Nú er ég búin að vera hér í fimm mínútur og mig verkjar orðið í handlegg- inn.“ „Þetta er minni góðu samvizku að þakka,“ mælti Henry, um leið og hann nuddaði augun. „Þá hljótið þér að hafa slæmt minni,“ sagði Alice. „Hugsið um allt, sem þér haf- ið afrekað nýverið, kastað ammoníak- blöndu framan í saklausa glæpamenn, stol- ið bílum og gefið ungri stúlku innspýtingu í afturhlutann ...“ Henry hló og settist upp. Eftir morgun- matinn fór hann aftur út til að ná í blöðin, og nú höfðu þau náð í tíðindin. Mesta æsi- fregnablaðið helgaði þeim helming for- síðunnar, og það versta var, að frásögn- inni fylgdu myndir af báðum flóttamönn- unum. Þær voru að vísu ekki góðar. Mynd- in af Henry var úr vegabréfi hans, og myndin af Alice var eftir venjulegri Ijós- mynd, en það var vel hægt að þekkJa þau af þessum ljósmyndum og það olh þeim miklum áhyggjum. Auk þess fytó®1 nákvæm lýsing á þeim báðum. Frásögnin af bílstuldinum var ýtarleg og einnig því, að bíllinn hefði fundizt i Boulogneskóginum „allmikið skemmdui' » en af einhverjum ástæðum var ekki miuuz einu orði á ammoníakið og árásina á glseP^" mennina. Ef til vill kærði dr. Paul sig ekk1 um að láta Nick og Mappin koma fram * sviðsljósið, því að ekki var auðvelt fyr|r hann að útskýra, hvers vegna geðlæku11 legði lag sitt við slíka menn. Alvarlegas 1 hluti frásögunnar var samt í lokin: „Enn fremur hefur komið í ljós, a Henry Bering hefur gefið dr. Paul og uu£' frú Gaby Vallis innspýtingu af áður o þekktu deyfilyfi, þegar hann hafði sleg1 þau bæði í rot. Þau voru flutt í sjúkrahuS- Seint í kvöld var líðan dr. Pauls eftir vikum, en ástand ungfrú Vallis var h1 alvarlegasta, og var hún enn ekki koiu til meðvitundar.“ „Hamingjan góða!“ hrópaði HeuU skelfdur. „Það var auðvitað fjarstseða a^ nota nokkuð af þessu eitri, sem dr. pauj hafði sullað saman. Ef þessi svín fara 1111 að deyja 1 okkar stað! Hvað verður Þa un okkur ?“ ,v „Þér skuluð vera óhræddur. Ef ^a Vallís verður eitthvað meint af þessu, P skal ég sverja, að ég hafi gefið henni ÞeS^, innspýtingu. Ekki er hægt að koma 111 undir fallöxina, því að ég hef verið 11 skurðuð geðsjúk.“ n „Fjarstæða,“ andmælti Henry, þótt ha^, væri bæði glaður og hrærður vegna þelXl , umhyggju fyrir honum, sem kom orðum hennar. „Við látum eitt yfir 0 { bæði ganga, fyrst við erum komiu ^ þetta. Ég verð að biðja yður að miu11 Þess.“ ygur Alice svaraði brosandi: „Þakka heimilisblAú i® 68

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.