Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 28
og ég gruna yður um græsku, þá hef ég möguleika til að fá yður til að tala. Hik mitt í þeim efnum stafar af því, að ég er í rauninni góður maður. Þótt þér hafið ráðizt á mig og mína menn og skemmt bíl- inn minn, þá langar mig samt ekki til að láta yður æpa af sársauka í staðinn." „Og hvers vegna í ósköpunum ætti ég eiginlega að æpa af sársauka?" spurði Henry, þótt hjartsláttur hans segði þegar til um, að hann vissi svarið við spurn- ingunni. „Af því að sá maður, sem ég ætla að fela yfirheyrslurnar, er sennilega einn af hæfustu mönnum í Evrópu í sinni grein." Dr. Paul virti Henry fyrir sér með köldu, nístandi augnaráði. „Hefur heilbrigð tönn í munni yðar nokkru sinni verið sorfin nið- ur í góminn? Það er sagt vera mjög sárs- aukafullt, herra Bering." Henry varð flökurt við tilhugsunina. Eðli dr. Pauls varð í augum hans gerspillt, og nú hafði hann eins og af innsæi sínu fundið veikasta blettinn á Henry. Hann hafði hatað tannlækna alla sína daga og ekki getað hugsað sér að liggja út af með opinn munn hjálparvana, meðan borað var í tennur hans. Eigi að síður sagði hann með hæðnisbrosi: „Fagrar framtíðarhorfur! Sá kunni geð- læknir beitir pyndingum. Byrjið þér bara! Því lengri tíma, sem þér sóið í mig, þeim mun meiri líkur eru til, að Alice Kerton komist undan. Það er betra fyrir hana að hafa þriggja en tveggja daga forhlaup. Hafið þér nokkuð á móti því, að ég fái mér í pípu, á meðan ég hef enn tennur til að halda henni með?" Læknirinn sat kyrr og horfði rólegur á Henry. „Já, fáið yður í pípuna," svaraði hann. Þegar Henry ætlaði að fara að kveikja á eldspýtunni, hafði læknirinn tek- ið lokaákvörðun sína. „Ég get ekki látið yður lausan," sagði hann, „því að það væri ekki aðeins gagns- laust, heldur hættulegt. Hins vegar er ég ekkert að íþyngja mér með yður alla tíð, ef þér eruð ekki að gagni fyrir mig. Þér fáið tvo tíma í einmenningsklefa til að íhuga aðstöðu yðar. Þá sendi ég boð eftir yður. Ef þér verðið jafn þver og áður, læt 72 ég yður í hendur þess aðstoðarmanns míus» sem ég minntist á áðan. Hann er reyndar tannlæknir að mennt, svo að þér þurfi° ekki að óttast neitt kák af hans hendi. Eða ég ætti heldur að segja, að hann hefði ver- ið tannlæknir með f ullum réttindum, þanfí- að til hann var svo heimskur að fremJa glæp, sem komst upp." „Og nú notið þér hann til glæpaverka sem þér vonizt til, að komist ekki upp> sagði Henry. „Ég skil. Og hvað ætlið Þer svo að gera, þegar þér komizt að raun ui»» að ég veit í raun og veru ekkert?" Dr. Paul hleypti í brýnnar. Svo sagði hann allt í einu: „Þér getið keypt yður n* og frelsi með mjög góðum kjörum. Seg1, mér, hvar ég get fundið stúlkuna, og Þa( verður yður sleppt eftir hálfan mánuo.^ „Og hvernig verð ég þá á mig kominn • spurði Henry tortryggnislega. „Alveg eins og þér eruð í dag. Þar lef#> ég við heiður minn." Henry var rétt að því kominn að drag áreiðanleik ummæla læknisins í efa, ,en « allrar hamingju tókst honum að halda al' ur af sér og þegja. . „ „Ég skyldi taka boði yðar, ef ég g&th sagði Henry af eins mikilli einlægni °» honum var unnt. „En eins og aðstæö allar eru, þá verðið þér að gera það, se, yður f innst bezt. Ég væri ekki hissa á Þv' þó að Alice Kerlon væri þegar komin y1 landamærin, eða það vona ég einlæf?le8 að minnsta kosti." Læknirinn kinkaði kolli án þess að sva^ og ýtti á hnapp á veggnum. Maðui", s¦ - kallaður var Sam, kom inn. Nú var buu um augu Henrys, og svo var farið m hann út í anddyrið og niður tröppur. o aftur upp tröppur, um anddyri og Þeg j tekið var frá augum hans, stóð han klefa, sem var minni en stjórnklefi íve bátsins, en hærri til lofts. ^ Járnrimlar voru fyrir eina gluggan ^ í klefanum. Hann var uppi við lof*' r Henry gat ekki náð þangað. í loftinu ein ljósapera. Húsgögnin voru stólh ^ borð og eins konar legubekkur. Meðalf s . var í andrúmsloftinu, og klefinn vl vera kaldur og andstyggilegur. ^gj Henry leit á úrið sitt, þegar hann ha HEIMILlSBLApI

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.