Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1963, Page 40

Heimilisblaðið - 01.03.1963, Page 40
HEFND SVÖFUNNAR Eitt sinn henti það á bóndabæ, að svölu- hjón byggðu sér hreiður yfir fjósdyrunum. Er þau höfðu hafzt þar við um tveggja vikna skeið, kom spörvi fljúgandi þar að á meðan hvorugt hjónanna var heima, og svo vel kunni hann við sig í bóli þeirra, að hann vildi ekki víkja um set, þegar eig- endurna bar aftur að garði. Þau hjónin reyndu á margan hátt að hrekja hann á brott, en árangurslaust. Þá flugu þau sjálf burtu, en komu innan skamms aftur með stóran svöluhóp með sér, og ruddist nú allur skarinn að hreiðr- inu með það fyrir augum að stökkva spörv- anum á flótta. En þar eð hann fyllti ger- samlega upp í hreiðursopið með sínum stóra haus, gat ekki nema ein svala í einu ráðizt á hann; og þar sem hann var að auki nógu hraustur til að standa af sér endurteknar smáárásir, neyddust svölurn- ar að lokum til að gefast upp og lofa spörsa að vera þar sem hann var. Ekki leið Þ° a löngu unz svöluhópurinn kom aftur flju^' andi, og nú hafði hann allar klær og gog^ fulla af stráum og dúni, sem þær notuo til að fylla upp í hreiðuropið með. — ™ þarna hefði spörvinn mátt svelta til balia; ef sá sem sagt hefur söguna hefði komið til og bjargað honum úr prísun inni. ☆ Auglýsingaieíkni / Ljósmyndari einn í London (þó ekk1 ’ sem ykkur dettur í hug!) hafði eftirf^, andi letrað í glugga vinnustofu sinu Ljósmynd af yður eins og þér lítlu raunverulega: l£ og lsh. Ljósmynd af y eins og þér sjálfur haldið að þér líti® 2£ og 2 sh. Ljósmynd af yður eins og Þ helzt viljið líta út: 3£ og 3sh. HIÍSEIGENDHR FLINTKOTE rakavarnareeni Á STEINÞÖK Á BÁRUJÁRNSÞÖK Á HÚSGRUNNA TIL GÓLFLAGNA i Olíuféla^ið Skeljunguir h.f. EINKAUMBOÐ FYRIR „SHELL“-VÖRUR Suðurlandsbraut 4 - Reykjavík - Sími 38100. HEIM ilisb lí> 84

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.