Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 7

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 7
fiftim; það var sunnudagur. Jacques Dor- ane stígur út úr lyftunni á fimmtu hæð. Hann lítur á armbandsúrið sitt og dyra- skiltið. Þar stendur letrað Dagnel, stutt °g laggott. Getur hugsazt, að hún búi hér e'n síns liðs? Eða hjá fjölskyldu sinni? Kvað um það, hún hefur áreiðanlega kom- því svo fyrir, að hún sé alein heima. Á mínútunni klukkan fimm hringir hann ^Jöllunni. Hann hefur tekið þá ákvörðun að biðja hana um að snæða með sér mið- degisverð; slíkt hefur alltaf góð áhrif á ^temmninguna. Jafn saklaust uppátæki og slíkt var! Dyrnar opnast, og það er Josette SJálf, sem kemur til dyranna. Svo óhugs- andi sem það er, þá er hún jafnvel enn fegurri nú en á dögunum, klædd einföld- Ulli síðdegiskjól. >,En hvað það var elskulegt af yður að ^°ma. Mér er ánægja að kynna yður fyrir °reldrum mínum, en þér megið fyrir alla ^uni ekki verða mér gramur — og alls ekki snúa við mér bakinu — þótt þér verð- lð kannski undrandi." Án þess að gefa honum tækifæri til frek- ari umhugsunar, er hún búin að opna dyrn- ar inn í setustofuna upp á gátt: „Faðir Ujmn og móðir mín — og þetta er Jacques °rane, bezti vinur Pauls, sem er kominn mgað frá Casablanca og er með kæra kveðju frá honum.“ Móðir Josette var næstum eins fögur og ottirin. Dökk og mild augu hennar verða Jómandi af undrun og gleði, er hún réttir , acques höndina: „Þér gerið yður víst ekki 1 nugarlund, herra Dorane, hvað það gleður ° kur, að þér skulið koma hingað til að okkur einhverjar fréttir af drengnum °kkar.“ Hr. Dagnel er kominn þangað sem þau anda og réttir nú gestinum höndina með £n síður innilegri kveðju en kona hans. ta gengur sem sagt vel þar syðra? er annars langt síðan þér komuð til Parísar?“ spyr hann. v ”^að er... það er vika síðan,“ stamar j. s^dngs Jacques upp úr sér og er orðinn ^ nður og sveittur af geðshræringu. í arta sínu bölvar hann sjálfum sér fyrir Hvað hingað ^EiM þá léttúð, sem hefur leitt hann í þessa gildru. En Josette kemur honum til hjálpar: „Paul hefur sjálfsagt sagt yður, að þér gætuð einmitt hitt okkur öll heima á sunnudögum?“ Nú er Jacques kynntur fyrir öðrum úr fjölskyldunni og boðið að drekka með fólk- inu sunnudagssúkkulaðið. Spurningunum rignir yfir hann, og hon- um tekst að sigla framhjá öllum skerjum, þar sem Josette er jafnan reiðubúin að, koma honum til hjálpar í tæka tíð. Nokkrum vikum síðar sendir Josette' eldri bróður sínum í Casablanca eftirfar- andi bréf: Kæri Paul! Ég hef miklar fréttir að færa þér. Þú getur e. t. v. sjálfur getið þér til um, hvað á seyði er? Ég er nýtrúlofuð. Hringinn fékk ég í dag, gullhring með skínandi fögrum steini. Ég er svo hamingjusöm, Paul, og þú ert mikil orsök til hamingju minnar. Ég mun ganga að eiga Jacques Dorane, sem ég hef kynnt fyrir pabba og mömmu sem bezta vin þinn, sem komið hafi með kveðju frá þér til okkar allra. Allavega skaltu fá þús- undfaldar þakkir fyrir þá hjálp, sem þú hefur algjörlega óafvitað látið mér 1 té.. Ég hlakka svo til, að þú kynnist þessum manni. Ég er handviss um, að þið verðið vinir. En þú verður að heita mér því að koma aldrei upp um svindlið. Hér heima er hann aldrei kallaður annað en „vinur Pauls“, og allir dýrka hann. Hvílíkt uppi- stand myndi ekki verða, ef þau kæmust að, því, að ég kynntist honum í neðanjarðar- brautinni og að fyrirætlun hans var víst ekki ýkja-merkileg í fyrstu. Fyrst í stað hafði ég ekki annað í huga en koma honum á óvart og kenna honum, að enda þótt nú- tímastúlkur séu frjálslyndar, þá séu þær; engar léttúðardrósir. Nú bíðum við aðeins eftir því, að þú kom- ir með þína tillögu um brúðkaupsdaginn. Komdu þess vegna heim sem fyrst, elsku Paul, — til að gefa þína hamingjusömu systur bezta vini þínum, Jacques. Þín elskandi systir Josette. ilisblaðið 183;

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.