Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 12
var hið eina, sem stóð kyrrt í þessari hring- iðu; eins konar ey í þessu hafróti. „Hvað getur þetta staðið lengi, Geir?“ „Ég veit það ekki, Geirþrúður. Ég hef aldrei fyrr séð annað eins samansafn. Heil- an sólarhring; kannski tvo.“ Hann studdi riffilinn við jörðu. „Við getum hvorki feng- ið vatn handa okkur sjálfum né dýrunum, og hvergi er grasstrá að finna fyrr en við komum út fyrir það svæði, sem dýrahópur- inn fer yfir sléttuna. Þetta er eins og syndaflóð. Svo þegar við komumst að vatnsbóli, er ég hræddur um, að það vatn verði mengað og jafnvel eitrað eftir öll þau dýr, sem setjast föst í gljúpan jarð- veginn og troðast undir.“ Dagurinn leið, án þess grynntist á dýra- mergðinni. Alla nóttina gat Geirþrúður heyrt dyninn af traðki dýranna. Rykmökk- urinn var þéttur í röku næturloftinu. •Stundum ráku dýrin upp hljóð sem líktist hneggi hesta. Enginn svaf, hvorki menn né dýr. Geirþrúður vakti og hugsaði um skepn- urnar sínar. Nú voru þær horfnar henni. Það var eins og refsidómur. Hún hafði að- hafzt eitthvað rangt, og þetta var hegning- in. Rétt eins og Eva hafði freistað Adams, þannig hafði hún freistað Geirs með fé sínu. Og ef það voru nú aðeins kindurnar, sem hann kærði sig um, hvað myndi þá ske eins og komið var? Hún hafði eyðilagt allt fyrir Geir. Og fyrir sjálfri sér. Allt hafði verið svo glæsilegt og bjart; og það var henni að kenna, að nú var allt búið. Næsta morgun voru geiturnar þarna enn. Enn var allt hulið rykmekki, vagninn, naut- in, hundarnir og hesturinn. Hún sjálf og Geir voru óhrein og rök af svita og ryki. Hana sveið í augun, og hana verkjaði í höfuðið. Hún var dauðþreytt. Einhvern veginn tókst þeim samt að koma niður dá- litlum mat. Vatn höfðu þau aðeins til að geta sopið fáeina sopa hvort; en ekkert vatn var til handa dýrunum. Þegar leið á daginn, tók hjörð aðkomu- dýranna að þynnast. Síðust fóru þau dýr, sem aumust voru og mörg hver særð. Fjöl- mörg gengu eða drógust áfram á þrem fót- um. Hlébarðar, sjakalar og villihundar 188 höfðu tekið sinn skammt. Og svo voru þaU skyndilega ekki fleiri í hinni stóru fylk' ingu. Hrægammarnir fleygðu sér yfir sund- urtætta líkami þeirra, sem eftir lágu. Ekki var stingandi strá sjáanlegt neins staðar, og loftið var mettað ryki og dauni rotnandi hræja. Geir steig á bak í leit að vatni. Þegar hann kæmi aftur, þá fyrst gætu þau raett um, hvað gera skyldi. Hún settist á vagn- bríkina og starði út yfir eyðilegt landið- Eftir tvo tíma kom Geir aftur. Svo var að sjá sem hann væri ánægður. „Ég hef fundið gras og vatn,“ sagði hann. „Við höfum verið lánsöm. Við höf* um verið við jaðar hópsins. Þarna fyrir handan,“ sagði hann og benti, „þar er allt grænt og heilt, og vatnið er tært.“ Hann stökk af baki og sendi Hans af stað með nautin. Hún matbjó, og þau borð- uðu þögjul. Hún undraðist það, hversu ánægður Geir virtist vera. Er þau höfðu lokið við matinn, sló hann úr pípunni sinn1 og tók að leggja á hestinn. Hún vissi, hvað það þýddi: hann hafði tekið ákvörðum hann ætlaði að fara frá henni og láta Hans um það að skila henni heim. Tárin komu fram í augu hennar. „Hvers vegna græturðu?“ spurði hann og gekk til hennar. „Vegna þess að þú ferð frá mér • ■ • kindurnar mínar eru farnar. Ég vissi þaU alltaf, að það voru bara kindurnar, sem þu kærðir þig um.“ „Kindurnar, Geirþrúður mín?“ Hún stappaði niður fæti. „Já! Og nú eiu engar kindur lengur.“ „Heimurinn er fullur af kindum.“ HaU tók upp pípuna sína og núði henni á mr handanna. „Veiztu, hvert ég ætlað1- spurði hann. .. „Hvernig ætti ég að vita það? Ég bara, að þú ætlaðir burt frá mér og ski J mig eina eftir.“ ^ „Hvernig get ég náð í prest, án þess fara í burt frá þér um stund?“ Hún leit upp. „Prest?“ „Já, prest. Ég ætlaði að ríða til bad og sækja prest. Ef ég tæki þ myndu allir vita, að við værum el og þá kæmist af stað kjaftháttur." Warr0' g með’ ki gift'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.