Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 15

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 15
hliðar og lokaði augunum, svo hægt væri sð binda fyrir þau. Á meðan Mei-whan var borin í lokuð- um burðarstól heim í hús brúðguma síns, neyddi hún sjálfa sig til að hugsa ekki. Hún varð að haga sér réttilega í einu og öllu, því að það var mjög háttsettur og mikilsvirtur maður, sem hún átti að gift- ast. Hún hugleiddi það eitt, hvernig brúð- Ur gæti sem réttilegast hegðað sér. En henni fannst sem máttur væri úr sér dreg- inn, andlega og líkamlega. Nú var hún flutt í hóp fólks. Ching Tai- tai leiddi hana. Það var blásið í pípur, og önnur hljóðfæri kváðu við. Prestur mælti, hljómlausri röddu. Hún heyrði glamra í hempuskrauti hans, er hann setti þunga °g perlum skrýdda brúðarkórónuna á höf- uð henni. Nú gekk einhver þangað sem hún stóð. Ching Tai-tai hélt ennþá í höndina á henni, en til hliðar við hana var kominn einhver annar. Maðurinn hennar — sá sem hún átti að giftast; ókunnur maður! Henni kólnaði um hjartað, og það fór um hana hrollur. Héðan í frá var ekki hægt að snúa við. Öllu hafði líka verið ráðstafað þannig löngu fyrirfram. Bei-ling hafði á néttu að standa. Konur voru teknar og þær Siftar. Annað hvort reyndust mennirnir strangir og illir, eða vingjarnlegir. Þau uiyndu eignast börn og taka á sig skyldur. Um ást yrði ekki að ræða. Á þessari stundu furðaði hún sig á því, að henni skyldi nokkru sinni hafa dottið í hug jafn frá- leitt og hún hafði alið í draumum sínum. Saman gengu þau síðan fram á við, Mei- whan og maður hennar, og beygðu sig og hneigðu fyrir foreldrum sínum. Stöku S1nnum fann hún stífa kápu hans snerta kjól sinn. Enn var Ching Tai-tai við hlið hennar og leiddi hana. Mei-whan barðist ukaft við þá löngun sína að grípa um handlegg þessarar virðulegu konu og hrópa UPP: „Hjálpaðu mér! Yfirgefðu mig ekki!“ Að lokum var svo allt um garð gengið vígsluhátíðin, heillaóskirnar, yfirmáta Uærgöngul fyndnin og hávær hláturinn; aht þetta hljóðnaði. Pípur hljóðfæraleik- aranna voru þagnaðar; hin hljóðfærin sömuleiðis. Það ríkti óendanleg þögn, og þó var eins og heyra mætti í djúpri þögn- inni veikan enduróm alls gleðskaparins, sem var um garð genginn. Mei-whan sat ein og yfirgefin við brúð- arsæng sína, beygðu höfði. Andlit hennar bar enn hinn óhagganlega svip hátíðleik- ans, en í hjarta hennar bjó örvinglun. Frá gólfinu barst mjúkt fótatak. Það var maðurinn hennar, sem var að koma. Mei-whan sat grafkyrr. Hann gekk til hennar og stóð við hliðina á henni. „Vertu ekki hrædd,“ mælti hann. Hann er vingjarnlegur maður, hugsaðí Mei-whan, en hún sagði ekki orð. „Nú skaltu leggjast til svefns,“ hélt hann áfram. „I nótt flyt ég dýnuna mína. fram að dyrum, svo þú getir sofið sem þægilegast.“ Mei-whan þorði naumast að trúa þessu. Hjarta hennar fylltist af þakklæti. Daginn eftir hélt fögnuðurinn áfram af enn meira kappi en fyrr. En nú var það> maðurinn hennar, sem leiddi hana. Hand- tak hans var hlýtt og öruggt. Mei-whan hvíldi hönd sína, kalda og óstyrka á hand- legg hans, og hún fylgdi honum þangað sem hann leiddi hana hverju sinni. Þegar þau voru aftur orðin ein um kvöldið, flutti hann dýnu sína fram að dyrum eins og fyrri nóttina, og svaf þar. Svo rann upp sá dagur, er hún mátti augum líta manninn sinn. Hún laugaði augu sín úr volgu vatni, og eftir skamma. stund var hún búin að jafna sig. En hún> lét augnalokin síga, á meðan hún kné- kraup fyrir framan þvottaskálina. Eigin- maðurinn hennar knékraup einnig þarna við hliðina á henni. Svo fann hún sterk- lega fingur snerta sig undir hökunni. „Nú máttu sjá mig,“ sagði hann brosandi og lyfti andliti hennar, svo hún gæti séð hanm Hann var ekki fríðleiksmaður. En hann var heldur ekki ófríður. Nei, langt frá því að vera ófríður! Það var eitthvað við- kvæmt í andlitssvip hans, og augu hans lýstu vingjarnleika. Hann hafði ekkert ör. Skyndilega fann hún til nagandi ótta. ^IMILISBLAÐIÐ 191

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.