Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 24
STÚLKA Á FLÓTTA FRAMHALDSSAGA „Hugmynd mín er kannski ekki nógu skýr, en reyndu að fylgjast með: Ef við höfum Alice í felum fram að afmælisdegin- um, þá neyðist dr. Paul til að heimta arf- inn útborgaðan á tvífara Alicear. Á þeim tíma, sem líður þangað til, verður Alice sjálfkrafa viðurkennd sem alheilbrigð á geði, því að þá er hún búin að vera burtu í hálfan mánuð — eða er ekki svo?“ Jean Monier kinkaði kolli alvarlegur í bragði. „Ágætt! Þá þurfum við ekki annað en koma fram á sviðið til að sanna að Alice dr. Pauls væri tómt fals. Þá gerir ekkert til, þótt við viðurkennum, að okkar Alice hafi einu sinni verið geðsjúklingur. Hún er það ekki, þegar arfurinn kemur til út- borgunar, og því fær hún arfinn. Þá gerir heldur ekkert til, þótt við lendum í lög- reglubílnum fyrir árás og rán og margt annað misjafnt. En við megum ekkert gera, fyrr en eftir miðnætti 25. júní. Þangað til verðum við að hafa Alice í felum. Jean Monier einblíndi á Henry. Svo sló hann á herðar hans. „Fyrirtak! Henry! Þú hefur einmitt lent á réttri lausn, meðan ég fór í kringum hana eins og köttur í kringum heitan graut!“ Hann sneri sér að Alice og sagði með ákefð: „Þá er það spurningin, hvort þér getið sannað, hver þér eruð? Það er að segja sannað það þrátt fyrir fullyrð- ingar óvinarins um hið gagnstæða?“ „Það hefði ég nú haldið,“ svaraði Alice. „f fyrsta lagi ætti að vera hægt að ná í fæðingarvottorðið ...“ „Það sannar ekkert!“ „Ég man líka heilmargt frá bernsku- og unglingsárunum, sem sú falska Alice hefur ekki hugmynd um ...“ „Læknirinn getur nú snúið sig út úr því. Hann spyr bara, hvernig í ósköpun- um geðveikisjúklingur gæti munað eftir einhverju. Þar að auki getið þér verið viss um, að hann hefur hreinsað til meðal fólks- ins í húsi frænda þíns — eða þá beitt mút- um.“ Alice kinkaði kolli. „Þar voru aðeins þrír til húsa, eldhús- stúlka, vinnukona og þjónn, sem jafnframt var garðyrkjumaður. Eldhússtúlkan er dá- in, hin tvö komin í heilagt hjónaband. Það sagði dr. Paul, þegar ég lá hjá honum a hælinu. Ég skildi það ekki þá, en nú skij ég það betur. Þau eru sennilega á Tahiti eða einhverjum öðrum góðum stað erlendis og hafa meðferðis háa peningaávísun og beztu óskir frá honum. Ég hef ekki einu sinni vikutíma til að hafa upp á þeim!“ „Já, en það hlýtur að vera hægt að út- vega einhverjar sannanir,“ andmselti Henry. „Ætli það ekki,“ sagði Monier, „en þ®r koma frá óvinunum — og sannanir og . << sannleikur er ekki ávallt eitt og hið sama- „Það ætti nú að vera svo,“ sagði Henry- „En hvað með fingraförin? Þau breýtast ekki með aldrinum nema þau verða kannski stærri?“ Jean Monier hló. „Reyndu bara að finna fingraför, sem þú hefur gert, þegar þú varst barn,“ sagði hann. „Eina von okkar er í því fólgin að gera innbrot í hæli dr. Pauls, en mig lang' ar ekki til að vera með.“ „En rithöndin þá?“ spurði Henry. „Auð- vitað hefur læknirinn allar skóla- og stHa' bækur yðar eins og annað, sem þér eig10- En hafið þér aldrei skrifað bréf eða sen bréfspjöld?“ „Það hef ég víst gert, en ég get bara ekk1 munað til hverra ég hef skrifað. Auk ÞaSÖ var ég neydd til að skrifa fegurðarskrif ’ þangað til amma dó. Nei, Jean, við sku' 200 HEIMILISBLAÐl0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.