Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 28

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 28
Hún hristi höfuðið. „Þér verðið að spyrja dr. Paul um það. Annars á ég bágt með að þola framkomu yðar gagnvart mér.“ „Getið þér búizt við öðru? Ég er ekki beint undir það búinn að fága framkomu mína núna.“ „Það get ég vel skilið. Ég mundi heldur ekki geta það í yðar sporum. En þér getið sagt mér það í staðinn, hvort þér séuð ást- fanginn af Alice.“ Henry einblíndi á hana steinhissa. „Að minnsta kosti meira en yður,“ sagði hann. „Hvers vegna spyrjið þér?“ Hún sat þögul stundarkorn, en hún var alvarleg í bragði, þegar hún svaraði: „Æ, það var ekki neitt -r- ég veit það ekki. Jú, annars. Það snertir mig. Ég var að vona, að þér væruð það ekki.“ „Hafið þér horft á mig?“ spurði Henry. „Gerið yður ekki það ómak. Ef ég lægi í gröfinni og þér kæmuð ofan í til mín, þá stykki ég upp, áður en yður gæfist tími til að spilla jarðneskum leifum mínum.“ Gaby horfði alvöruaugum á hann og lét ekki þessi bitru orð á sig fá. En stuttu síð- ar reigði hún höfuðið aftur á bak og sagði yfirlætislega: „Ég hef kynnzt betri mönnum en yður, en það var yðar vegna, sem ég vonaði, að þér væruð ekki ástfanginn. — Mér má raunar standa á sama! — Jæja, nú verð ég að fara, en þér getið alltaf hringt, ef eitthvað er að.“ „Hringja? Hvar?“ „Það er bjalla fyrir ofan rúmið yðar. Tókuð þér ekki eftir því? Þá eruð þér ekki jafnsnjall og ég hélt.“ Hún varð stríðnisleg á svipinn, og Henry varð að viðurkenna það með sjálfum sér, að Gaby var falleg eins og gyðja í hjúkrunarbúningnum með ljóst hárið fram undan höfuðfaldinum og háðsbros á rauð- um, fallegum vörunum. Svo sneri hún sér að arninum og bætti á eldinn. „Þér getið ekki sagt, að þér hafið ekki hlotið beztu umönnun,“ sagði hún og rétti úr sér. „Nú sofið þér, þangað til dr. Paul kemur. Eruð þér viss um, að yður vanhagi ekki um neitt?“ „Jú, sígarettu. Er leyfilegt að reykja?“ „Já, hvers vegna ekki það?“ „Þér ættuð að vita það. Þér eruð hjúkr- unarkona." „Hvað þá, ég — hjúkrunarkona! Reynið ekki að vera fyndinn. Það getur bara haft illt í för með sér. Ég er hér aðeins til skrauts. Það er gott, að þeir karlmenn, sem hingað koma, geti horft á stúlku, þegar þeir halda, að enginn sjái til. Ég á að vísu ekki við yður. Þér eruð enginn gestur hér-‘ „Nei, ég er einn af föngunum," svaraði Henry. „Eigi að síður vil ég endilega fá sígarettu.“ Henry lá grafkyrr meðan Gaby fór út. „Guð minn góður! Þeir hafa þá náð í Alice, sagði hann við sjálfan sig. „Þrátt fyrtr alla okkar fyrirhöfn. Það er svo skammar- legt, að það getur ekki verið satt.“ Honurn datt allt í einu í hug, að dr. Paul mundi kannski reyna að tefla fram þeirri fölsku Alice til þess að sjá, hvaða áhrif það hefði- Ef hægt væri að blekkja Henry, þá hlyt1 að vera hægt að blekkja alla aðra líka. Gaby kom með sígarettuna, en fór strax aftur. Henry lá í rúminu og reykti, en var svo vansæll vegna umhugsunar um örlög Alicear, að hann naut ekki tóbaksins eins og hann hafði búizt við. Hálfri stundu síðar kom dr. Paul. Han11 heilsaði hróðugur í bragði og svaraði greið- lega öllum spurningum Henrys. „Hvernig ég uppgötvaði aðsetursstað yðar? Jú, það var alls ekki erfitt. Þega1 vinur yðar, Monier, gekk ekki í gildruna, sem ég lagði fyrir hann á sunnudagskvöld- ið, þá beið ég bara betra tækifæris. Hann er þrátt fyrir allt maður með góð sam- bönd, stöðu og skyldur. Ekki þyrfti & r hafa svo mikið fyrir því að hafa upP & honum. Ég ætlaði að bjóða honum hinga til að komast að, hve mikið hann vissi. En þess gerðist, sem betur fer, ekki þörf. Þe1 og ungfrú Kerlon eruð ekki þau einu, sem ráðið geta dulmál. Og dulmálslykillinn var auðleystur, þegar menn þekktu knat - spyrnuáhuga yðar og Moniers." Dr. Paul brosti, þegar hann sá undrun- arsvip Henrys og bætti við: „Auðvita^ vissi ég um knattspyrnuáhuga yðar. afla mér upplýsinga um þá, sem á vegi mínum verða. Þér getið verið þess fullvlSS’ 204 HEIMILISBLAÐ1®

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.