Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 29

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 29
að ég veit um flestallt, sem þér hafið gert í þessu landi, og framkomu yðar þarf ég sízt að lasta. Ég viðurkenni, að margt í fortíð yðar er mér ókunnugt um, en það skiptir varla máli...“ „Þér hafið veitt oss eftirför?" „Já, einmitt, síðan þér skilduð við Moni- ^r á mánudagskvöld. Og mér fannst for- sjónin sannarlega vera mér hliðholl, þeg- ^r þér komuð út úr gistihúsinu án þess að úg hreyfði hönd né fót til þess.“ Læknirinn brosti eins og elskulegur, gamall öldungur og spennti greipar fram- an á maganum. „Hvernig hefðuð þér farið að því að tæla okkur út?“ „Ó, það skiptir engu máli eða hvað? En ég get fullvissað yður um það, að ég hafði að minnsta kosti þrjár aðferðir til þess. °g nú viljið þér víst fá að heyra eitthvað um ungfrú Kerlon?“ „Já, er hún hér?“ „Auðvitað! Hvar ætti hún svo sem að vera? Ég skildi eftir orðsendingu á gisti- húsinu á mánudagskvöldið og sagði henni írá, hvernig á hvarfi yðar stæði. Ég stakk UPP á því, að ungfrú Kerlon keypti yður lausan, og hún var sannarlega fús til þess eftir símtal daginn eftir.“ „Kaupa mig lausan? Ég skil þetta ekki fyllilega.“ „Nú, herra Bering, mér skilst, að hún hafi sérstakt dálæti á yður. Hún kom hing- að af frjálsum vilja með því skilyrði, að eg léti yður lausan að morgni afmælisdags- ^ns, þegar hún verður tuttugu og fimm ára. Eg skal efna loforðið, því að ég er vanur að gera það. Þér þurfið alls ekki að hafa fhyggjur út af því. Ég er líka alls ókvíð- lr)n, því að ég geri auðvitað mínar ráð- stafanir til þess að tryggja þagmælsku yðar.“ „Einmitt það?“ sagði Henry kuldalega. >.Þá eruð þér fjandi duglegur náungi, dr. Laul. Þér getið ekki neytt mig til þess nema Pá með svívirðilegum pyndingum, og það samræmist ekki loforði yðar.“ ór. Paul hristi höfuðið með auðsærri Vanþóknun og hallaði sér áfram. Hann hafði setzt á körfustólinn við arininn. »Eg er fjandi duglegur!“ mælti hann ^EIMILISBLAÐIÐ rólega. „Málið liggur líka ljóst fyrir. Það sem lokar vörum Alicear og gerir hana auðsveipa, hlýtur líka að verða yðar af- staða til málsins. Hún gaf sig fram til að bjarga lífi yðar. Á sama hátt hljótið þér að verða þögull sem gröfin til að bjarga lífi hennar.“ „Það er sitthvað að lofa og standa við það,“ sagði Henry. Dr. Paul hallaði sér enn lengra fram, og nú sást djúp hrukka á enni hans: „Ég vil eindregið fara þess á leit við yður, að þér hættið að draga dár að gildi loforða minna,“ sagði hann. „Ég er mjög viðkvæm- ur fyrir því, ef menn áræða að draga orð mín í efa. Ef menn gera það, herra Bering, verð ég reiður, og þá eru engin takmörk fyrir því, sem getur komið fyrir.“ Henry einblíndi á lækninn án þess að mæla orð af vörum. „Jæja annars, við skulum nú ekki verða of hátíðlegir,“ sagði dr. Paul og brosti kuldalega. „Ég verð að segja yður, að ég notaði Gaby til að gabba yður dálítið áðan. Það er ekki föstudagur í dag, heldur að- eins miðvikudagur. Ég segi yður þetta, svo að þér gerið yður ekki tálvonir um, að þér losnið héðan á morgun. Afmælisdagur Alicear er ekki fyrr en á laugardag, og ég get ekki látið yður lausan þá, því að laugar- dagur er óheppilegur til mikils uppgjörs. En mánudaginn 28. júní verðið þér frjáls ferða yðar. Þótt þér segðuzt mundu koma aftur innan stundar með heila riddaraliðs- herdeild, þá læt ég yður samt lausan, en með afturkomu yðar setjið þér öryggi Alicear í voða. En ef þér viljið halda skil- yrði það, sem ég set upp, þá getið þér reiknað með því, að leiðir ykkar Alicear liggi saman, áður en langt um líður. Skil- yrðið er það, að þér segið ekkert um allt þetta mál í þrjá mánuði.“ Læknirinn tók vindlaveski upp úr vas- anum og skar framan af vindli af mikilli nákvæmni. Jafnframt leit hann í átt til sígarettanna, sem Gaby hafði sett á nátt- borðið hjá Henry. „Fáið yður sígarettu,“ sagði hann. „Ég er viss um, að unga stúlkan hefur ekkert á móti því. Hún er líka hrifin af yður, svo að þér getið víst með réttu kallazt kvenna- 205

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.