Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 31

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Side 31
fer. í byrjun næsta mánaSar getur hún aft- ur farið þangað, sem við tókum hana, kann- ski svolítið þykkari undir hönd eftir langa rúmlegu, en alls ekki hyggnari en hún var, þar sem hún hefur verið undir áhrifum deyfilyfja 1 nokkrar vikur.“ „Það er afar merkilegt,“ sagði Henry. Læknirinn hrukkaði ennið yfir þessari kuldalegu athugasemd. Hann beygði sig yfir Henry, þegar þeir voru komnir út úr sjúkraherberginu og sagði: „Mér finnst þetta ekki koma yður mjög á óvart?“ „Nei, það vantaði nú bara. Vinur minn, Jean Monier, var búinn að segja mér allt fyrir nokkrum dögum — bæði um gervi- erfingjann og allt það. Þér haldið vesal- iugnum sjálfsagt hjá yður, þangað til af- uiælisdagurinn er liðinn, ef Alice skyldi verða fyrir slysi, og svo kastið þér henni á dyr, eins og þér sögðuð áðan.“ Henry varð það ljóst, þegar hann sagði þetta, að hann hafði ekki sagt allt. Monier hafði sagt eitthvað meira um ráðagerðir læknisins, en hann gat með engu móti rifj- að það upp. „Já, einmitt það,“ sagði læknirinn elsku- iega. „Ég hef alltaf sagt, að það væri vott- ur af sjálfstæðri hugsun hjá þessum unga Uianni og gáfum, og mér þykir vænt um að fá sannanir fyrir því. Það var hann, sem lagði á ráðin um flóttann frá Sainte- Suzanne?“ Henry kinkaði kolli. . „Þá hef ég gert ykkur báðum rangt til. Lg hef gert honum rangt til með því að ueita honum um verðskuldaða viðurkenn- iugu, en yður með því að ætla, að hæfi- ieikar yðar væru meiri en útlit yðar gaf til kynna.“ »Ég get nú launað yður lambið gráa, því að ég hef enn þrjá daga til stefnu!“ Henry fann tómahljóðið í hreystiyrðum sínum. — „En hvar er Monier þá niður kominn ? Hafið þér líka getað þaggað niður 1 honum?“ »Að sjálfsögðu. Ég gat ekki um það í j=r£er til þess að þreyta yður ekki, en um uann gildir hið sama og yður frá mánu- agsmorgni að telja. Hann er nauðbeygð- Ur til að þegja vegna þeirra afleiðinga, sem ausmælgi gæti haft fyrir hann!“ ■^Eimilisblaðið „En hvernig er hægt að neyða hann til að þegja?“ spurði Henry. „Þér segið, að þér leyfið mér að fara, af því að þér hafið lofað Alice því, og þér látið Alice lausa bráðum, af því að þér hafið lofað mér því. En samkomulag þetta er auðvitað bundið þeim skilyrðum, hvað Monier tekur sér fyrir hendur þangað til.“ „Á því leikur enginn vafi,“ svaraði dr. Paul brosandi. „En þér hafið enn ekki þá yfirsýn í þessum efnum, sem ég hefði vilj- að. Fleiri menn eru nú til í þessum heimi en þér og ungfrú Kerlon, til dæmis greifa- frú de la Chalonne, sem ég hef tekið að veði fyrir þagmælsku vinar yðar. Ég vil síður en svo valda yður vonbrigðum, en ég held þér ættuð ekki að reikna með hjálp hans framvegis.“ Þetta var mikið áfall fyrir Henry, en honum tókst þó að halda jafnvægi. „Ekki einu sinni þótt ég kæmist undan?“ spurði Henry. Læknirinn lét sem hann íhugaði vandamálið af hæfilegri alvöru. „Ekki hafði verið gert ráð fyrir því,“ sagði hann stillilega, „en ég hef ekkert á móti því að slá skilyrðunum vegna þessa óbetranlega bjartsýnismanns ...“ Læknir- inn skellihló. „Ef þér farið héðan fyrir næstkomandi mánudag, þá megið þér segja vini yðar, að hann sé laus allra skilyrða, en ekki eru nú miklir möguleikar á þvi. Mig langaði til að vita...“ Hann virti Henry fyrir sér með stingandi augum. „Eigið þér nokkurt ráð?“ Henry hló. „Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það, hvernig ég á að sleppa héð- an,“ sagði hann af einlægni. „En ég er blátt áfram alinn upp við það, að réttlætið sigri ætíð ofbeldið." „Þá eruð þér illa uppalinn," sagði dr. Paul þurrlega og ýtti hjólastól Henrys áfram. Þegar Henry sá Alice, þá skildi hann, hvers vegna hann var spenntur í stólinn og af hverju Gaby hafði spurt hann, hvort hann elskaði Alice. Því næst rifjaðist upp fyrir honum það sem eftir var af spádómi Moniers um notkun læknisins á deyfilyfj- um bæði á þeirri fölsku og réttu Alice — og svo leið yfir hann. Alice sat í klefa eins og þeim, sem Henry 207

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.