Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 39
Kalli og Palli hafa boðið nokkrum góðum vinum til sín í síðdegiskaffi, og í tilefni af því bakar Palli köku. .,Hún er girnileg," segir Kalli og sleikir út um, „von- andi dugar hún handa okkur öllum.“ Palli sneiðir kökuna niður með gjafmildri hönd, en hann skilur ekkert í að bæði Kalli og gestirnir verða svo skrítnir í framan, þegar þeir hafa bragðað á henni. „Þetta get ég ekki skilið,“ hugsar Palli, „þaö eru rúsínur, hnetur, sykruð kirsuber og heilmikið af sykri í kökuna." Allt í einu dettur honum í hug nokkuð hræðilegt. Hann þýtur fram í eldhúsið með Kalla á hælunum og eins og hann hafði grunað, hafði hann tekið saltstaukinn í staðinn fyrir sykurdósina. Kalli og Palli hafa feikna áhuga fyrir spútnikum og |“kettum. Nú hafa þeir sjálfir búið til rakettu, sem eir hafa ákveðið að senda alla leið til tunglsins, og j vöid nokkurt, þegar fullt tungl er á lofti á að skjóta jledhi upp. Kalli er ekkert of hugrakkur við þetta, en jfckst Þó að fá eld í kvekinn — og rakettan þýtur til ts fheð miklum hvini. „Þetta getur ekki vararð lengi, með þessari ferð,“ segja Kalli og Palli hreyknir hvor við annan. En æ, rakettan kemst alls ekki til tungls- ins, og það lítur helzt út fyrir að karlinn í tunglinu brosi að þessiun bamabrekum þeirra. Rakettan fellur til jarðar og það ríður á að forða sér áður en hún springur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.