Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 40
Það hefur snjóað svo mikiö umhverfis litla húsið þeirra Kalla og Palla, að það er ekki hægt að vera úti. Bangsarnir litlu sitja því inni í stofunni sinni í leiðu skapi. „En hvað það er ergilegt, að það skuli halda áfram að snjóa,1' þrumar Kalli geðvonzkulega. „Já, og það er heldur ekki hægt að renna sér á sleða, hann sekkur bara í snjóinn. Þá dettur Kalla í hug að nota tennisspaðana þeirra í staðinn fyrir þrúgur. Þetta var agæt hugmynd. Þeir skiptust á að ganga á snjóþrúg' unum og draga sleðann. Þannig fengu þeir sér góð® sieðaferð. Kalli og Palli eru orðnir hrein plága fyrir umhverfið vegna útvarpstækjanna, sem þeir fengu sér. Þegar Kalli fer í bað tekur hann tækið með sér og þegar Palli er að gera hreint glymur tónlistin og hann syngur stundum með. Hin dýrin eru öll fjarska geðill yfir hávaðanum og dag nokkurn, þegar Kalli og Palli eru í skógarferð, halda dýrin tónleika, sem alveg ætla að æra bangs® og þegar þeir kvarta, svara þau: „Þarna heyrið P hve hræðilegt er að hlusta allan daginn á út'Víjll .r. ykkar." Kalli og Palli verða fjarska vandræða Já, auðvitað verður að taka tillit til samborgaran þegar maður hlustar á útvarp.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.