Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 14
KOFI TOMASAR FRÆNDA eftir Harriet Beecher Stowe, endursögð í myndum 17. ÞaS varð erfið ferð, því að Ohio-fljót hafði vaxið yfir alla bakka sína, og víða sukku hestarnir 1 forað upp á bóga. Leiðin lá stöðugt lengra inn í skóg, unz þau komu að mjög afskekktum bæ. En þótt liðið væri á nótt, tók bóndinn vel á móti þeim, og Elísa fann, að hún var komin á öruggan stað, enda sagði maðurinn við hana: Ef einhver ætlar að fara að ryðjast hingað inn, er mér og sjö sonum minum að mæta — og við erum allir vopnaðir riffliun. 18. í kofa Tómasar frænda rikti harmur. Konan hans var þykkjuþung út 1 þá menn, sem gátu leyft sér að skilja blökkumann frá fjölskyldu hans eftir margra ára dygga þjónustu og selt hann eins og búpening. Hún lagði á borð það bezta, sem til var í húsinu. 19. Þá var barið að dyrum. Það var frú Shelby. Hún virtist mjög miður sín yfir því, að orðið hafi að selja hinn ágæta og dygga Tómas frænda, sem svo sannar- lega var eins og elskaður og virtur frændi allra blökku- mannanna, sem unnu þar á plantekrunnl. Hún kom til þess að fullvissa um, að óðara er peningar væru aft- ur fyrir hendi, yrði það þeirra fyrsta verk að endur- heimta Tómas. Orð hennar veittu einhverja vonar- glætu inn í litla heimilið. 20. Þá var dyrunum hrundið upp. Þar var Haley kom- inn. Hann hneigði sig klaufalega fyrir frú Shelby og skipaði Tómasi að koma með sér. Enn einu sinni kvaddi Tómas ástvini sína og steig upp í vagninn, en hinir þel- dökku verkamenn söfnuðust í kring um hann. Þegar Haley spennti fóthlekkina um ökla hans, ráku þeir upp reiðikurr, og frú Shelby fullvissaði kaupmanninn um, að þetta væri óþarfi, en hann tók ekkert tillit til þess. 14 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.