Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 15
21. Síðan ók vagninn burtu, en börn Tómasar, sem nú fyrst skildu alvöru þess sem var að gerast, brustu í grát. — Eftir hálftíma ferð, lét Haley nema staðar fyrir utan smiðju eina, til að aðgæta, hvort allt væri í lagi með handjárnin. Smiðurinn kom út og varð undr- andi að sjá þar Tómas frænda; fullvissaði Haley um það, að hann væri mikið stillingarljós og engar áhyggj- ur þyrfti að hafa af honum. En Haley, sem þegar var búinn að missa negradrenginn út úr hönduniun, vildi ekki eiga neitt á hættu. 23. í gamalli krá í Kentucky söfnuðust gestimir sam- an um auglýsingu, sem sett hafði verið á vegg. Þar var auglýst eftir negra einum Georg að nafni, og heitið var háum fundarlaunum handa þeim, sem gætu haft uppi á honum. Gamall bóndi skirpti á auglýsinguna og fór hörðum orðum um þrældóminn á negrunum og þá menn, sem kæmu svo llla fram við vinnufólk sitt, að það yrði að flýja. 22. En hann á konu og börn, hélt smiðurinn áfram. Ég skal áreiðanlega útvega honum aðra konu, þegar við komum á ákvörðunarstaðinn, anzaði Haley. í sama mund kom ungur sonur Shelbýs ríðandi þar að á hesti. Hann vissi ekkert um söluna á Tómasi og varð hinn æfasti er hann sá, að Haley hafði haft á brott með sér góðan vin hans frá barnæsku. — En þú getur verið viss um það, Tómas frændi, sagði hann, að einn góðan veðurdag kem ég og sæki þig aftur. 24. Roskinn verksmiðjueigandi studdi mál hans, en rak í vörðurnar, þegar ókunnur gestur gekk inn í veit- ingastofuna. Tvimenningamir gengu síðar til herberg- is hins nýja gests og komust að raun um, að gestur þessi var enginn annar en hinn eftirlýsti þræll Georg, eiginmaður Elísu, en hann hafði nú breytt svo útliti sínu, að hann var óþekkjanlegur. Verksmiðjueigand- inn, sem áður hafði haft hann í þjónustu sinni og mat hann mikils, lét honum nú í té f járupphæð og hét hon- um því að hafa uppi á konu hans og syni. HEIMILISBLAÐIÐ 15

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.