Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Qupperneq 19

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Qupperneq 19
augu við lækninn. „Spilið er kannski ekki tapað!“ sagði hann. Læknirinn skipti ekki litum, en auga- brúnirnar drógust saman í hrukku, sem vissi síður en svo á gott. Allt í einu var eins og hann ætlaði að taka undir sig stökk, eins og villt dýr. Andrúmsloftið var lævi blandið. ..Öryggi yðar er bezt tryggt með því, að þér lyftið höndum upp yfir höfuð og hald- ið þeim þar,“ sagði Henry. „Ekkert verð- ur af brúðkaupi af þeirri einföldu ástæðu, að Alice er hér ekki lengur.“ Læknirinn hlýddi, en fór sér hægt. And- lit hans var sem lífvana. Augnalokin bærð- ust ekki einu sinni. Gul augun þrástörðu í augu Henrys og hann lét ekki bera á til- finningum sínum næstu tíu sekúndurnar. Þá brosti hann yfirlætislega og spurði: „Hvers vegna eigum við að vera í þessum ræningjaleik á elleftu stundu? Ég hafði annað og betra álit á yður.“ En Henry brosti líka, því að hann vissi meira en læknirinn. „Ellefta stundin er sú rétta,“ sagði hann. „Einkum þegar árangurinn á að verða mikill og því lofa ég yður. Á ég að útskýra aðstöðuna eins og hún nú er? Þér hafið kannski ekki skilið, hvernig í öllu liggur.“ „Já, þökk fyrir.“ „Þá verð ég að segja yður, að við vor- um fjögur, þegar við komum í kvöld, en ekki þrjú. Við létum Gaby fara út í nokk- ur hundruð metra fjarlægð frá heimreið- inni en að sjálfsögðu vissi hún, hvernig hún átti að komast inn án þess að vekja eftirtekt.“ Lækninum virtist bregða dálítið við þessa frétt. Augun kipruðust saman, og bros hans varð ekki eins yfirlætislegt. „Já, hún svikarinn." „Ég mundi nú nota annað heiti,“ sagði Henry. „Hún er að minnsta kosti snúin frá fyrra lífi sínu og orðin ný og betri manneskja. Bílflautið, sem þér heyrðuð rétt í þessu, var merki um það, að hún hefið ráðið niðurlögum ráðskonunnar og komið Alice heilli á húfi inn i bílinn. Eins og nú er komið málum, þá er aðeins eitt eftir, en það er vottorð um heilsufar hennar og annað um að hún sé útskrifuð af hælinu, en þessi vottorð hafið þér í vas- anum.“ „Einmitt það!“ sagði læknirinn og í fyrsta sinni fannst vottur af hiki í rödd hans. „Ó, já,“ svaraði Henry. „Þetta liti allt öðru vísi út núna, ef ég hefði ekki komið auga á hljóðnemann í arinhillunni í dag- stofunni, en ég sá hann, sem betur fór. Því gat ég blekkt yður með bónorðinu til Alicear með því að blekkja hana einnig — ekki með því að segja, að ég vildi fúslega ganga að eiga hana, heldur með því að segja, að við ætluðum að giftast í kvöld. Það hafði samt sem áður enga þýðingu. Mér heppnaðist síðar að hvísla að henni, að hún yrði að treysta á Gaby, hvað sem fyrir kynni að koma.“ „Og nú sitjið þér þarna og bíðið eftir að einhver bjargi yður,“ mælti Monier hæðnislega. „Þér haldið, að Brest og hinir bófarnir hljóti að hafa heyrt eitthvað. En yður skjátlast. Þeir sofa allir svefni hinna réttlátu, svo er Gaby fyrir að þakka. Það gaf annað merkið frá bílflautunni til kynna.“ „Jæja þá,“ hreytti læknirinn út úr sér, starði fram fyrir sig og hleypti í brýnn- ar. Hann hélt höndum uppi og aldrei hafði Henry séð hann svona áhyggjufullan fyrr. Það var aðeins andartak, en svo náði hann aftur valdi yfir sér, gat litið upp og jafn- vel brosað. „Og svo viljið þér að lokum fá mig til að skrifa undir þessi vottorð?" sagði hann. „Og afhenda þau svo með öllu því, sem þeim fylgir af gæðum? En spurningin er, hvernig ætlið þér að fá mig til þess?“ „Þér ætlið þá að streitast við fram í rauðan dauðann?“ mælti Monier. „Ég bjóst nú líka við þessu, en við gerðum okkur aldrei vonir um að koma málum okkar fram með orðum einum.“ Hann laut áfram og stakk hendi niður í jakkavasa læknisins. Hann dró upp af- langt hvítt umslag, sem Monier kastaði til varðmannsins við dyrnar. „Farðu yfir þetta og gættu að því, hvort allt er í lagi,“ sagði hann . „Ekkert vantar nema undirskriftina,“ HEIMILISBLAÐIÐ 19

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.