Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 23

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 23
 Þessi unga Lundúnastúlka er ein efnilegasta iþróttakona Englands. Hún er sextán ára og heitir Kathryn Doycett. Hún hefur þegar oft orðiö meistari og sérgrein hennar er kúiuvarp og kringlukast. í kúluvarpi sló hún metið sem heimsmeistari kvenna, Tamara Press, Rússlandi, setti, þegar hún var seytján ára. Hér á myndinni sést Kathryn í æf- ingabúningi sínum, sem þak- inn er meistaraverðlaunapen- ingum. Hér á myndinni er hinn sjö ára gamli sjimpansi Enoch. Hann sýnir listir sínar á skautasýningu í skautahöll Wembleys í London. Það er skautameistari brezkra kvenna sem sýnir með Enoch. Þessi lítla kinverska stúlka, sem neytir máltíðar sinnar sæl og ánægð, átti fyrir skömmu ekkert heimili. Hún fannst ný- fædd borin út á götu í Hong- kong. Nú hefur Yip Sai Mei litla eignazt uppeldisheimili í Englandi, þar sem vingjarn- legt fólk mun annast framtíð hennar. Caroll Baker, kunn úr kvik- myndinni „Baby Doll“, leikur aðalkvenhlutverkið í kvikmynd sem verið er að taka eftir metsölubók Harold Robbins, „Hinn óseðjandi", sem lýsir lífi kaupsýslumanns í Ameriku. Þessi mynd af Caroll Baker er úr kvikmyndinni. Hinn nýi forsætisráðherra Bretlands Alec Douglas-Home er áhugasamur veiðimaður og stundar þessa íþrótta sína þrátt fyrir sitt erfiða og mikla starf. Hér er hann að skoða fasana, sem hann hefur lagt að velli. Það er ekki að furða þótt litla stúlkan virði stolt fyrir sér ný- fædd systkini sín, því þau eru hinir þekktu þríburar Melaine, Gary og Beverley, sem fædd- ust fyrir skömmu í Leeds í Englandi. Þeir eru stærstu þrí- burar, sem fæðzt hafa þar í landi. HEIMILISBLAÐIÐ 23

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.