Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 27

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 27
ur fer var sólin enn ekki komin upp fyrir tindinn. Það marraði í snjónum og nú var orðið kalt. Michael tók yfirhöfn Isabellu úr bakpokanum. ,,Nú verðið þér að klæða yður betur, ungfrú Amstetten, annars fáið þér kvef,“ sagði hann. „En hvað þér eruð hugsunarsamur. Þakka yður kærlega.“ Rödd hennar barst eins og klukknahljómur út yfir urðina. Þau náðu jöklinum á réttum tíma og nú herti Michael gönguna. Nú var ekki leng- ur hætta á að þeim ofhitnaði. Uppgangan var mjög brött og þau nálguðust nú stóra gínandi klettasprungu. Michael leitaði að stað, þar sem hættulaust væri að fara yfir. „Nú verðið þér að stökkva, ungfrú Am- stetten. Ég stekk á undan og þér festið yður hér á meðan og svo þegar ég segi til stökkvið þér óhikað yfir.“ Það fór skjálfti um ísabellu og hún varð grá í framan. Henni var illt, svo slæma hafði hún ekki hugsað sér ferðina upp á fjallið. En nú var um að gera að sýna ekki heigulshátt og snúa frá. Michael stökk fyrst og komst klakk- laust yfir. Hann festi vaðinn og kallaði: „Verið óhræddar, ungfrú Amstetten. Stökkvið!“ ísabellu fannst eins og fæturnir væru úr blýi. Hún varð að bíta saman tönnunum, til þess að segja ekki að hún gæti það ekki. Hún hljóp til, en stökkið mistókst og hún hrapaði niður í sprunguna. En Michael var við öllu búinn og dró strax til sín vaðinn. Andlit hans var strengt af innri spennu, þó var hann ekki hræddur eitt augnablik, heldur reiddi hann sig á mátt sinn. Hins vegar kom honum á óvart að ísabella skyldi bregðast svona. Isabella lafði þarna í tvær mínút- ur og virtist líða heil eilífð. Hún lokaði augunum, til þess að sjá ekki myrkrið, sem umlukti hana og æpti af öllum lífs og sál- ar kröftum. Allt í einu var hún aftur kom- in upp í dagsljósið heilu og höldnu. I gleði sinni faðmaði hún Michael að sér, kyssti hann og brast í grát. „Það var hræðilegt, hvílíkar mínútur hef ég aldrei áður lifað, þér einum á ég líf mitt að launa.“ „Það var ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera,“ sagði Michael trúverðug- lega. „Þér voruð fastar í vaðnum. En af hverju stukkuð þér ekki rétt? Urðuð þér skyndilega hræddar?“ „Heldur en ekki. Ég verð að játa, að ég hef aldrei áður stigið fæti á skrið- jökul.“ „Aldrei áður gengið á jökul?“ Michael starði stórum augum á stúlkuna. „En þér sögðuð þó .. .“ „Segið það bara, að ég hafi logið. Það er satt. Þér verðið að skilja mig. Aðeins með því að fara í slíka ferð gat ég fengið yður fyrir leiðsögumann. Og ég vildi fara með yður, yður einum.“ Hún lá í örmum hans, og varir hennar biðu hans. „Kysstu mig, Michael. Ég elska þig.“ Michael var innan brjósts eins og himn- arnir hefðu lokizt upp yfir höfði hans. Gat það verið að hún elskaði hann þessi stúlka, sem hafði birzt honum töfrandi eins og blóm? ísabella lá í örmum hans, og hann leitaði þyrstra vara hennar. Nú ef- aðist hann ekki lengur. Isabella elskaði hann í raun og veru. Annars gæti hún ekki sagt nafnið hans svona innilega. Og veröldin hvarf honum í kossi sem innsigl- aði að Isabella væri hans. Sólin stráði geislum sínum á jökulinn, sem virtist loga. Klettarnir glóðu og snjór- inn lá á þeim eins og silfurdögg. Á þessu augnabliki voru Michael ráðin örlög, sem hann grunaði ekki enn. Hann hugsaði ekki um annað en hamingju stund- arinnar og lét sig dreyma um rósrauða framtíð. Með öryggi draumgengils þræddi hann leiðina upp á tindinn, og ísabella fylgdi á eftir í vaðnum án þess að hika. Nú voru þau komin upp og fyrir fótum þeirra blasti sá heimur, sem þau höfðu yfirgefið fyrir nokkrum klukkutímum. „Hér niður liggur leið okkar,“ sagði Michael og benti til Cortina. „En létt er hún ekki. Viltu kannski fara til baka til Schluderback?" „Ef þú heldur að ég komizt það, förum við til Cortina. Er hægt að fá eitthvað að borða og drekka þar?“ Michael hló. „Meir en þú getur torgað, HEIMILISBLAÐIÐ 27

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.