Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 30
„Glugginn stendur opinn,“ sagði hún, „einnig í nótt.“ Hún leysti hönd sína úr föstu handtaki hans. „Góða nótt, Michael“, sagði hún í hin- um bjarta tálfagra rómi sínum, og bætti síðan við lægra: „Mundu, að glugginn er opinn.“ En þetta síðasta fór fram hjá Michael, því rétt í þessu opnuðust dyr hótelsins með háværum skelli, og nokkrir fjall- göngumenn komu út með hlátrum og skvaldri. Þeir höfðu ákveðið að ganga á greiðfæran tind í nágrenninu í tunglsljós- inu. Isabella hafði stigið inn í skugga húss- ins, og Michael sá hana ekki lengur. Þegar náttgenglarnir fóru, hafði hún flýtt sér inn í húsið. Michael stóð enn lengi og beið. Honum fannst sem ísabella hlyti að sýna sig aft- ur. Ljósin slokknuðu hvert á fætur öðru. Aðeins stjörnurnar blikuðu og skjanna- tunglsljós var yfir dalnum. Þá hélt Michael hægt niður aflíðandi hallann niður að selkofanum, þar sem hann hugðist láta fyrirberast um nótt- ina. Isabella hafði góða lyst á morgunmatn- um. Hún var búin að gleyma eða kærði sig kollótta um að faðir hennar beið henn- ar með eftirvæntingu, enda langaði hana ekki strax undir verndarvæng hans. Hér fannst henni hún frjáls og óháð. Hún ætlaði að eyða deginum þarna og fara ekki til baka til Schluderbach fyrr en með lestinni um kvöldið. Hún hreiðraði um sig í stólnum, þannig að hún gæti fylgzt með dyrunum. Hún bjóst við Michael á hverri stundu. Hann hlaut að vera fyrir löngu útsofinn. Hana grunaði ekki, að meðan hún sat þarna, stóð Michael þegar uppi á einum tindinum og horfði yfir dalinn, sem var baðaður í morgunsólinni. Hann kom ekki til baka fyrr en um há- degi. Hann gekk inn og spurði eftir henni. Hún var dálítið gröm, en gleymdi því fljótt er hún sá geislandi andlit hans. „Af hverju komstu ekki fyrr?“ spurði hún, en samt svo lágt, að þeir sem fram hjá gengu heyrðu ekki. „Ég vildi ekki trufla þig. Þar sem þú afrekaðir svo mikið í gær, bjóst ég ekki við að þú mundir vakna fyrr en um há- degi. Þú lítur vel út í dag. En hvað þú hefur orðið brún í jökulsólinni. Og augu þín eru svo björt. Ég vildi ég mætti horfa í þau að eilífu.“ Hann fann hönd hennar undir borðinu, og þrýsti hana ákaft. „Ekki svona áber- andi,“ sagði hún aðvarandi, en sendi hon- um jafnframt seiðandi augnatillit, sem gerði athugasemdina ómerka. „Hvað gerum við í dag? Ég vildi gjarna skoða Cortina. Kemur þú með?“ „Þarf ég þess?“ spurði hann treglega. Hann hataði þessar steinhallir, sem áttu svo illa við hið stórbrotna landslag. Þó að bæjarstæðið væri fallegt, hafði hann andúð á hinum stóru gistihúsum, ös af bílum og grúa af aðkomufólki. Hann vildi þó ekki neita ísabellu um bón hennar. Þau héldu út í borgina. „Eigum við að dansa?“ sagði hún er þau komu að stórum veitingastað. Michael leit niður á fjallgönguskó sína. „Æ, það,“ sagði hún og sneri undan. Er þau höfðu gengið nokkur skref fór hún inn í kvenfataverzlun og valdi sér nýj- ustu gerðir af kjólum, sem til sýnis voru. Michael stóð fyrir utan, en gegnum glugg- ann sá hann greinilega seðlahrúguna á búðarborðinu, svo mikla peninga hafði hann ekki haft handa á milli á ævinni. Um kvöldið héldu þau loks til Schluder- bach, gegnum hinn fagra Ampezzodal. Það var orðið dimmt er þau komu þangað. — Prófessor Amstetten beið óþolinmóður við brautina. Hann hafði spurt eftir dóttur sinni með hverri lest sem kom, og nú bar það loksins árangur. Hún þrýsti hönd Michaels í skyndi og kvaddi hann. Hann horfði á eftir ísabellu, þar sem hún gekk léttum skrefum við hlið föður síns. Hann fann skyndilega til kulda- hrolls og sársauka í hjartanu. Hvað hafði þá skeð? Ekki annað en það, að ísabella stóð við það, sem hún hafði áður sagt, að hún ætlaði að halda ást þeirra leyndri enn um skeið. Ákafur skálmaði Michael spottakorn eftir dalbotninum, en beygði síðan inn á 30 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.