Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Síða 36
ViS, sem vinnum eldhússtörfin Hér eru uppskriftir af nokkrum mjög góðum kökum og kemur sér vel að geta breytt svolítið til í saumaklúbbum eða fjölskylduboðum. Appelsínukaka 1 hg sætar möndlur IV2 dl brætt smjör iy2 dl rasp 6 msk rjómi 4 egg 2% dl sykur skraut 2 dl rjómi 2-3 bananar riíið súkkula'ði. Hrærið eggjarauðu og sykri saman og bætið síðan rjómanum út í. Bræðið smjör og kælið, látið það síðan út í deigið ásamt raspinu og möluðum möndlunum. Þeytið eggjahvítuna mjög vel og látið varlega út í. Hellið deiginu í vel smurt mót með laus- um botni (ca. 23 cm í þvermál). Bakið við hægan hita (160°) í klukkustund. Þegar kakan er orðin köld er hún skreytt með þeyttum rjóma, bananasneiðum og rifnu súkkulaði. Sænsk möndlukaka 250 gr smjör 250 gr sykur 4 egg 250 gr hveiti 1 tsk ger 150 gr hakkaðar möndl ur Mýkið smjörið og hrærið með sykri og eggjum. Bætið hveiti, geri og möndlum út í og rifnu hýði af tveimur appelsínum og safa úr einni. Látið deigið í hringlaga form og bakið í 1 klst. við 170° hita. Berið krem á kalda kökuna og skreytið ef til vill með appelsínubitum. 2 appelsínur. Krem: 1 eggjahvíta ca. 125 gr. flórsykur 2 tsk appelsínusafi. Luxuskaka 250 gr smjörliki 200 gr sykur 1 bréf vanillusykur 4 egg ofurlítið salt 125 gr hveiti 125 gr maís 1 tsk sléttfull ger 100 gr hakkað súkkulaði. Smjörlíkið er hitað og sykur og vanillu- sykur hrærist saman við. Egg og salt er látið út í smám saman. Hveitið sem er síað og blandað með maís og geri er látið smám saman út í. Síðast er grófthakkað súkkulaðið látið út í. Deigið er látið í hringlaga form og bakað í klst. Smárá&legéiné&r í eldhúsintx Leggið ferkantaðar fransbrauðssneið- ar (sem búið er að taka skorpuna af), sam- an og hafið þykka ostsneið á milli, skerið brauðsneiðarnar í þríhyrninga og veltið þeim í samanþeyttu eggi og rifnum osti. Steikið sneiðarnar ljósbrúnar á pönnu og framreiðið þær heitar með teinu. 36 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.