Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 42

Heimilisblaðið - 01.01.1964, Side 42
Hin 23 ára gamla France Nu- yen, kunn úr kvikmyndinni „South Pacific" er kínversk í móðurætt en frönsk í föður- ætt. France Nuyen leikur nú aðalhlutverk í kvikmyndinni „Imperial Woman“, sem er gerð eftir sögu Pearl Bucks. Hér á myndinni sést, þegar hún heimsótti æskustöðvar sínar. 25 ár eru liðin síðan nælon- sokkarnir komu fyrst á mark- aðinn i San Francisco. Upp- finningamaðurinn var banda- ríski vísindamaðurinn Wallace Honue Carrother, sem starf- aði við Du Pont-stofnunina í Bandaríkjunum. Upprunalega var efnið kallað „Fiber 66“ og var tekið með tortryggni af konunum framan af. í dag eru nælonsokkar næstum ómiss- andi. Á sýningu á sérstæðum mun- um til að skreyta hátiðaborð sýndi vöruhús í París þenna smágerða gosbrunn úr kristalli. Hann kostar 18.000 nýfranka. Ef vel er að gáð, má sjá smá- hlut undir fæti þessa dfgra unglings. Hann stendur nefni- lega á armbandsúri. Myndin er tekin á alþjóðlegri úra-sýningu í París, og verkefni mannsins er að sannprófa styrkleika úrsins. Úrið stóðst þessa til- raun. Hvíti knapinn á myndinni tekur sig vel út á hinum dökka reiðskjóta sínum. Þetta eru tvær þekktar kvikmynda- stjörnur, hundurinn Bimbo og asninn Basil. Bimbo lék m. a. í „Bonjour Tristesse". St. Christofferkirkjan í bæn- um Toucoing í Norður-Frakk- landi hefur fengið klukku- spil að gjöf frá fyrrverandi bæjarbúum, sem nú eru bú- settir víðs vegar um heiminn. Hér á myndinni sést þegar blómskrýtt klukkuspilið var reynt, þar sem því hafði verið komið fyrir úti fyrir kirkjunni. í því eru 43 klukkur, sem vega frá tíu kílóum til allt að sex tonnum. 42 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.