Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Síða 12
En hann sá það. Hann hlýtur að hafa séð það mjög greinilega. Þeir tóku af hon- um skipstjóraréttindin tuttugu árum áður, og annað gátu þeir víst ekki gert, manna- greyin. Þeir spörkuðu honum af afturþil- farinu og fram í svækjuna í framrúmum eimskipanna við strendurnar. Þeir gerðu hann að rekaldi. En ekki auvirðilegu rek- aldi. Það var kraftur í hnefum hans, sem héldu þarna um stýrið á — ekki Máliko, nei, heldur á Macabee, hans eigin skipi, — sem hann nú stýrði þangað sem heiður hans var geymdur, æra hans og nafn hans sem skipstjóra. Enginn okkar hugsaði frekar um hann. Ekki eins og á stóð. Við höfðum nógu að sinna. Um margt var einnig að hugsa á litla bátnum, sem við höfðum sent út. Honum tókst að komast með hálfdrukkn- aða skipsbrotsmennina um borð til okkar. Hann bjargaði tíu mönnum, auk skipstjór- ans. Á himni sást grá rönd, sem boðaði komu nýs dags. Þetta hafði allt tekið mjög langan tíma. Við gerðum okkur það ljóst nú. Og í sama mund sáum við, hvar skips- flakið sökk. Þá fyrst var það, sem Coates skipstjóra varð litið til Bills gamla Stormling, hvar hann stóð enn við stýrið. „Hvað í ósköpunum?" mælti skipstjóri. „Hefurðu staðið við stýrið allan tímann, maður? Hvers vegna hefurðu ekki kallað til okkar og látið leysa þig af hólmi?“ Bill gamli leit aðeins á hann. Augu hans voru aftur orðin mild og blíð eins og þau áttu að sér að vera. „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Ég var að hugsa um annað.“ Já, hann var að hugsa um annað. — Kannske var hann að hugsa um andlit ungrar konu. Eða um glæsilegan farkost, sem eitt sinn hét Macabee. Nú stóð hann þögull og heyktist allur saman. En ekki vildi hann sleppa stýrinu, fyrr en ég gekk að honum og fór að á sama hátt og ég hafði séð Coates skipstjóra gera fyrsta kvöldið. Þá fyrst sleppti hann. Hann gekk 232 nokkur skref frá. Svo bar hann aðra hönd' ina hægt upp að brjósti sér. Og skyndile&a hné hann niður á þilfarið. . . . Hann va1 örendur, af hjartaslagi, þegar við höfðun1 komið honum undir þiljur. Þess vegna auðnaðist okkur ekki a koma með hetjuna heim. Við lögðum hai111 í gröf hafsins að kvöldi, þegar stormin11 hafði lægt og þokan lagzt yfir hafflötinj1' Coates skipstjóri áleit, að þannig hefði S1 Stormling helzt kosið að hafa það, og Þa held ég líka. Blaðamenn vildu fá að ná tali af Co&leS’ þegar við komum til hafnar áðan. £el1 spurðu hann, hvar hetjan væri niður koa1 in. Og Coates sagði þeim það: Á 162. gráðu vestlægrar lengdar, 49,30. gráðu noi^ lægrar breiddar. Þar gátu þeir leitað haH5, ef þeir vildu hafa blaðaviðtal við hah11' Því að þar var nú heimili Bills Stormlint’S,, Hann náði heim, með sóma og fu^rl sæmd. .. .“ Þetta var það, sem Larry Blakely stý1^ maður á flutningaskipinu Maliko t]a Mörtu í litlu íbúðinni hennar með útsýa inu yfir Elliot-flóann. Þegar hann ha , lokið sögu sinni, sat unga stúlkan eI111 sófahorninu, föl og tekin eftir það, sefl® hún hafði heyrt. En hún sagði ekki 01 Hún gat það ekki. Hún sat aðeins og stal á hann. „ „Mér fannst þú þyrftir að vita ÞettíÁ sagði hann nú, nokkuð lágt og allt að P hikandi. „Mér fannst þú verða að he> þetta, áður en við gerðum okkur b$ð> óhamingjusöm um alla framtíð. Ég e þig. Annars myndi ég aldrei hafa faU^ lska segja þér þetta.“ Hann gekk hikandi nær henni. „Síai ði> til, Marta. Ég var hjá Bill Stormling. Þe^ ekK’ ar hann dó. Ég lokaði augum hans dró af honum vosklæðin. — Það var É ^ mikið, sem hann lét eftir sig. MestahPa,g af því létum við fylgja honum, þegar ^ renndum honum útbyrðis í þokunni- HEIMILISBLAí11

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.