Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Side 27

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Side 27
VII. 1 OFBOÐI. . . . Gennehvolsheimilið vaknaði af værum blundi eins og vera ber um sómakært og Vlrðulegt heimili. Næturhjúkrunarkonan Sa§ði, að Róbert hefði andað vært og rólega um nóttina og mæltist til þess, að k°nan hans væri látin vita af því við tæki- feri. Daghjúkrunarkonan tók við. Dahlia Kelmer fór á fætur stundvíslega, eins og hún var vön. Gluggarnir stóðu opnir fyrir ^orgunsólinni, morgunmaturinn reiðubú- lnn í borðstofunni, og stofustúlkan skund- aði á fund yfirbrytans. >,Hún er þar ekki,“ sagði hún. „Hún hef- Ur alls ekki verið þar í nótt. Rúmið hennar er ósnert." högn hennar var uppgerðarleg. „Og svo er annað, herra Frost. Martin Grove finnst heldur hvergi. Þegar Clara iór með morgunmatinn inn til hans, var rUmið hans einnig ósnert, en á náttborðinu hans lá bréf til frúarinnar." >>Hr. Grove ætlaði sér áreiðanlega að fara héðan,“ svaraði Frost virðulega og tók við bréfinu. Hann beið þess ekki, að Dahlia Kelmer kæmi niður, heldur fór sjálfur með bað upp til hennar þegar í stað. Hann beið frammi á ganginum á meðan bún las það. Hahlia varð forundrandi. Þær skýring- ar> sem fram komu í huga hennar, voru nenni einskis virði. Hún hafði borið tak- J^arkalaust traust til Martins Grove. En óað var líka sama, hvers vegna hann gerði Petta. Aðalatriðið var, að hann hafði gert Pað. Hún var ekki í vafa um, að hann hefði ^ert þetta út af Rinnu, en þá skýringu ^átti ekki gefa Róbert — aldrei nokkurn lrtla. Það varð að útskýra málin þannig, að Martin hefði komið heim þeirra erinda 0 utvega sér konuefni, og þar eð vonir ans hefðu ekki rætzt, hefði hann orðið sig ástfanginn af konu Róberts, sem . ði verið einmana og óhamingjusöm, einkum eftir að hún hefði komizt að raun 11111 hið sanna um ,,auðlegð“ Róberts. I ^ElMlLISBLAÐIÐ bréfi sínu komst Martin svo að orði, að Tía væri sú fegursta stúlka, sem hann hefði nokkru sinni fyrirhitt, og hann væri ákveðinn í að kvænast henni. Hann kvaðst treysta því, að Dahlia gæti komið vitinu fyrir Róbert — hún vissi vel, hvað Martin meinti með þessu orðalagi — þannig að hann gæfi skilnaðinn eftir, strax er hann væri maður til að gera sér grein fyrir því, sem gerzt hafði. „Reynið ekki að hafa uppi á okkur til að stöðva okkur,“ bætti Martin við í bréfi sínu, og Dahlia var ekki meira undrandi en það, að hún skildi kaldhæðnina í þess- um orðum. Og þó — örlítill möguleiki var á því, að hann meinti þetta ekki kald- hæðnislega. Hugsazt gat, að í rauninni væri Martin Grove ástfanginn af konu Ró- berts; að hann hefði orðið það á þessum tveim kvöldum, sem þau höfðu tækifæri til að tala saman úti í garðinum. Dahlia minntist þess, hversu reið Tía hafði orðið fyrra kvöldið, þegar hún hafði fengið að heyra sannleikann um fjárreiður Róberts. Hún hafði komið inn fjúkandi reið og kastað smaragðshringnum í Rinnu. Hún hafði fyrirvaralaust gefið Róbert upp á bátinn, eftir að hún hafði kynnzt gull- fuglinum. Dahlia gekk fram þangað, sem Frost stóð. „Jæja, Frost. Þér hafið verið lengi hjá mér og fylgzt með ýmsum áhyggjum mín- um. Getið þér hugsað yður, hvað komið hefur fyrir núna?“ „Ég fer nærri um það, frú, en samt vona ég, að ég hafi á röngu að standa.“ Hún reyndi að hafa stjórn á sér, varð þó raunamædd á svip og mælti: „Herra Grove og tengdadóttir mín hafa farið brott — saman. Það er eins og í gömlu sögunum. Ég þarf ekki að segja yður það á neinu rósamáli.“ „Nei, frú. En þetta hefði mig aldrei grunað um herra Grove.“ „Ekki ég heldur. Þetta er hræðilegt áfall.“ 247

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.