Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 36

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 36
an hlut. Hún hafði haldið, að hann hefði gleymt þessu, en Martin Grove var maður, sem ekki leit út fyrir að gleyma því, sem hann sagði. Þernan af skipinu fór leiðar sinnar. Unga stúlkan, sem ekki virtist vera óvön í slíku starfi, varð kyrr eftir. Réttast var víst að spyrja hana einhverra vinsam- legra spurninga fyrir siðasakir. „Segið mér. . . . hafið þér verið stofu- þerna áður?“ „Já, frú. Ég neyddist til að verða um kyrrt heima, vegna veikinda í fjölskyldu minni. En nú hefur húsmóðir mín tekið sér ferð á hendur til Durban, og ég fer líka.“ „Það var mjög ánægjulegt fyrir okkur báðar....“ „Nafn mitt er Pella, ungfrú.“ „Fyrirtak, Pella. Viljið þér gjöra svo vel að undirbúa bað fyrir mig og taka upp úr töskunum mínum. Ég fer í síðbuxnadragt, sem liggur efst í stóru töskunni. Hér eru lyklarnir." Ekki var hægt að neita því, að það var þægilegt að geta talað þannig. Allur þessi munaður var til mikilla þæginda. Enda þótt henni væri ljóst, að í kvöld hlaut að koma til gagnkvæms skilnings eða upp- gjörs á milli hennar og Martins Groves, fann hún til viss öryggis, öryggis, sem hún hafði aldrei skynjað í nærveru Róberts. Peha hafði tekið upp dragtina fyrir hana. Hún var ljósgrá eins og ferðafötin hennar, en af kostbærasta og mýksta pelli taanlegu. Víðar buxur og stutt en þröng skyrta án alls skrauts. „Frúin er ein af þeim konum, sem klæð- ir vel grátt,“ sagði Pella hrifin og örlítið kumpánlega. Hvers vegna var hún svona kumpánleg? Frammi fyrir Dahliu eða Rinnu myndi þessi stúlka aldrei leyfa sér slíkt. En að sjálfsögðu sáu stúlkur sem hún hvers konar fólk hún skipti við í það og það sinn. „Það eru ekki margir, sem geta gengið í gráu,“ bætti þernan við. Auðsjáanlega 256 var hún ekkert mótfallin þvi að fá þjór- fé. — Tía brosti til hennar án þess að svara og gekk aftur fram í salinn, þar sem þjónn- inn var að undirbúa miðdegisverð þeirra. Martin var þar einnig, nýrakaður og ilm- borinn. „Heyrðu, það var rétt, stofustúlkan er búin að hafa uppi á einkaþernu handa þér —“ „Já, þakka þér fyrir, hún er fyrirtak.1 „Ég hef pantað kampavín með matn- um.“ Hún brosti vandræðalega og hafði á til- finningunni, að þjónninn fylgdist með þeim, án þess að horfa beint á þau. Hveitibrauðsdagar — jafnvel brúðkaups- nótt, hugsaði hann víst. Og ef til vill hafði hann rétt fyrir sér, nema hvað það hafði ekkert brúðkaup átt sér stað. Henni varð hugsað til þess, að Róbei’t hafði einnig pantað kampavín og reitt sig á hagkvæma verkan þess á hana. Karl- menn höfðu sérstakan hæfileika til a^ draga niður í dustið sérhvað það, sem fallegt var. Voru kannski til menn, sem fannst Þa^ sama um konur, — að þœr gætu dregið ástina niður í dustið? Eða sem jafnvei gengu upp í því, að þær gerðu slikt? „Dásamlegt,“ svaraði hún. Þjónninn var stimamjúkur, brosandi elskulegur; hann minnti hana örlítið a þjóninn í Veiðimannakránni, og samt va1 hann geysiólíkur honum. Hann hugsa^1 sitt, en auðsjáanlegt var, að hann bar mikla virðingu. fyrir Martin Grove, þar set11 þjónninn í Veiðimannakránni hafði hvoi’k' borið virðingu fyrir Róbert né hugsað hlý' lega til hans á nokkurn hátt. Þau settust til borðs. Hvaðeina var eiaS fullkomið og hægt var framast að hugga sér. Þegar máltíðinni var lokið, kom þjóiaP' inn með kaffi og koníak. Síðan voru þau alein, rétt eins og ÞaU Róbert höfðu áður verið. HEIMILISBLAP10

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.