Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 4
gekk upp í brú, þar sem annar stýrimaður var á vakt, John Bass að nafni. Hann stóð úti á brúarvængnum stjórn- borðsmegin, og sælöðrið streymdi niður sjóhattinn og olíustakkinn. „Þetta er nokkuð erfið nótt, herra minn!" hrópaði hann. Ég kinkaði kolli. Þetta var erfið nótt, en einnig á sinn hátt fögur og tilkomu- mikil. 1 vesturátt var hálfur máni hátt á lofti og sló silfurgliti á úfin skýin, sem hröðuðu sér um hvolfin. Sælöðrið gekk eins og knipplingaskraut upp af toppmynd- uðum öldunum og náði allt upp í reyk- háf skipsins. Það hljómaði eins og smellir undan jötnasvipu. Tilkomumikil nótt — ein þeirra fögru nátta, sem koma hjörtum sjó- manna til að slá hraðar. Skyndilega greip Bass í handlegginn á mér og benti til vesturs. „Sjáið þér!" hróp- aði hann. „Sjáið þér þessa þarna? Hún er beinlínis himinhá!" Þarna var um að ræða öldu svo háa, að svo virtist sem hún næði alla leið upp í tunglið! Hversu há gat hún verið? Ef til vill 30 metra. Og þarna kom hún æðandi í átt til okkar, óðfluga eins og járnbrautar- lest. Fyrirsjáanlegt var, að hún myndi skella á okkur innan þrjátíu sekúndna í mesta lagi. Þrjátíu og fimm ára reynsla mín sem sjómanns fékk mig til að bregðast við án nokkurrar umhugsunar: „Hægt áfram!" fyrirskipaði ég án hiks. Bass gaf vélsímamerkið Hœgt áfram, og frá vélarrúminu var svarað með lágri hringingu. „Á ég að gefa hættumerki, herra?" spurði hann. „Nei", svaraði ég. Þetta var af ásettu ráði gert. Á þessum tíma nætur vorum við aðeins fimm á þil- fari. Hættumerki myndi senda alla áhöfn- ina í skyndingu til starfa. Ef bylgjan skylli á okkur í sama mund sem mennirnir kæmu upp á þilfar, myndi magn hins geigvæn- lega vatnsþunga, ásamt viðbrögðum skips- ins, valda því að mennirnir sópuðust allir fyrir borð. Betra var að láta þá vera kyrra í kojunum, þar sem teppi og svæflar gætu dregið úr mesta hnjaskinu. Með hverri sekúndunni sem leið óx jöt- J unaldan og nálgaðist með ótrúlegum hraða. Það var engu líkara en að hafið í heiW sinni hefði stigið upp í eina jötuneflda reginbylgju, sem hvelfdist yfir okkur. S#- löðrið rauk í andlit mér eins og hagl. Bass beygði sig niður undir vindhlífina- „Hún kemur beint á hlið!" hrópaði hann. Já, það leit út fyrir það. Nú var hún all; nærri — allt of nærri. Enginn tími var til að breyta stefnunni. Nöfn skipa, sem horf- ið höfðu án þess vitað væri um orsökina, þeim skaut nú upp í kollinn á mér: korn- flutningaskipanna City of Boston og W&' ratah, og málmskipanna Cyclops og Béla~ giu. Bæði korn og málmar eru f armur, sefl1 er fljótur að hreyfast til, ef skipið tekui hnykk, þannig að þyngdarpunktur ÞesS flyzt til, þangað sem hann sízt skyldi vera- Farmur okkar var stykkjavara, öruggast1 farmur sem hugsazt gat. Aftur á móti varo mér einnig hugsað til Asiatic Prince, sefl1 sömuleiðis hafði horfið á dularfullan hátt — með stykkjafarm innanborðs. Ég óð í huganum gegnum lestir skipsius- Þar var fullt af vel stöfluðum sekkjum sements og mjöls, kassar með vélahlutum. kornvörum og skótaui, ballar með klæð11' aði, léreftum og bómull. Á miðþilfarim1 voru 100 bílar reyrðir fastlega. O'g neðst a botninum var farmur járns, bjálka, seö1 skorðaðir voru rammbyggilega með staJ' bitum. En gat allt þetta staðizt skyno> legan hliðarhalla, sem næmi 50 gráðum eða meiru? „Nú kemur hún, herra! Hún kemur- hrópaði John Bass. Ég leit enn einu sinni á bylgjuna. Hu reis fjallhá fyrir miðjum stjórnborða, ' hærri en nokkurt bjarg! Á slíkri stund fiu*1' ur maður hvöt til að ákalla æðri rnáttaI" völd, en hér var ekki tími til bænalesturs- Við gátum fundið fyrir styrkleika bylgJ" unnar í nánd við okkur, ískaldan gustim1' sem hún andaði á undan sér — og s- * hina löngu þögn, er hún var komin fast a okkur. „Haltu þér vel!" hrópaði ég. Bass þrýsti sér að vindhlífinni, sem va úr stáli, og ég þrýsti mér upp að honum- Skyndilega minntist ég þess, að Druaf vængurinn á Lusitaniu gömlu rifnaði e' heimilisblA01

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.