Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 8
kærir þig ekki um mig, þá er bezt ég sjái þig sem sjaldnast. Vertu sæl, Kristín!" Áður en stúlkunni gafst tóm til að svara, var hann farinn út úr dyrunum, og hún heyrði þungt fótatak fyrir utan húsið. — Kristín varpaði frá sér saumadótinu og hallaðist grátandi fram á borðið. Hvílíkir skapsmunir sem hún hafði til að bera! Líklega hafði aldrei lifað jafn harðbrjósta mannvera á þessari jörð! Þegar Anders kom, fullur auðmýktar, og bað hana um fyrirgefningu, tók hún honum ómannúð- lega og hratt honum frá sér — enda þótt hann væri eini maðurinn, sem henni þótti vænt um! Móðir hennar gekk inn í stofuna með bolla á bakka. ,,Hvar er Anders Hög?" spurði hún undrandi. Kristín var búin að grípa til saumadóts- ins aftur og laut nú yfir það grátnum augum. „Hann er farinn," svaraði hún stuttlega. „Farinn?" spurði móðirin. „Það hlýtur þá eitthvað að vera á seyði á millum ykk- ar, ekki gott. Hvað hefurðu sagt við hann? Hann er þó einn skikkanlegasti piltur, sem fyrirfinnst og er ekki vanur að haga sér illa." „Æ, það var ekkert," svaraði Kristín. „Hann vildi bara komast heim til sín." Móðir hennar hristi höfuðið. „Þú ert skrýtin stúlka," sagði hún. „Að hrekja hann þannig burt frá þér, þótt allir sjái, að þið eruð hvort öðru hjartfólgin. Góðan mann á maður að koma fram við á góðan hátt." Þegar Kristín var háttuð, grét hún sig í svefn. En næsta morgun var ekkert á henni að sjá, Hún minntist ekki á Anders Hög, og ekki var svo að sjá sem hún þjáð- ist af neinni ástarsorg. Hún var þvert á móti mjög glaðleg; kátari en hún átti jafn- vel að sér að vera. Móðir hennar hafði nánar gætur á henni. ,,Ég botna ekkert í henni," sagði hún við mann sinn. „Þegar ég minnist á Anders við hana, setur hún á sig snúð og lætur sem það skipti hana engu hvað um hann er sagt. Ætla mætti, að hún væri grunn- færin í hugsun." 8 Andersen formaður hristi höfuðið. — „Kristín er traust stúlka, það er víst urn það," svaraði hann. „En hún hefur nokkuð stirða lund, enda þótt hún virðist vera glaðlynd og leika á als oddi. Hún á bágt með að láta undan. Og þeir, sem þannig eru, eiga bágast með sig sjálfir. Við verð- um að láta eins og við vitum ekki, að neitt ami að. Það er tilgangslaust að tala uio fyrir henni." Nokkrum dögum síðar var það á allra manna vitorði í þorpinu, að Anders Hog hafði drukkið sig blindfullan í kránni og orðið óviðráðanlegur. Um þetta var miki* skrafað, því að hann hafði ætíð verið mikil1 skikkanlegheita- og hófsemdarpiltur, sem ekki rasaði um ráð fram. Þegar KristínU barst þetta til eyrna, gekk hún upp í her- bergið sitt og læsti að sér. Hún lagðis* upp í rúm og grét. Bara að Anders vil"1 segja eitt orð við hana, þá yrði allt gott aftur. En þótt hún ætti lífið að leysa myndi hún ekki geta fengið sig til að fara á hans fund og segja honum, að hún meinti alls ekkert með þessu heimskulega hjali, sein hún hefði látið sér um munn fara. Hins' vegar var nú kætin horfin úr fari Krist' ínar — og hin glaða stúlka varð sem ol önnur. -------Þótt komið væri fram á þann tíma; þegar búast mátti við því, að ísinn leystl af firðinum, var hann enn hulinn þykkun1 frera. Skindauf vorsólin bjó ekki yfir nein- um mætti, og um nætur var frostharka- Skynsamt fólk var hinsvegar þeirrar skoo' unar, að ef aðeins kæmi stormur svo urn munaði, væri ísinn úr sögunni og bátarm kæmust aftur á sjóinn eftir langan og vor\ dapran vetur. Á hverju kvöldi skyggn°u . sjómennirnir til veðurs; hvort ekki v£e eitthvað sem benti til breytinga. Það va hart að hugsa til þess, ef síldveiðarna gætu ekki byrjað á réttum tíma; nú hat margur þörf fyrir að geta innunnið s skilding. Menn höfðu komizt af yfir ve ' urinn og bjargað sér sem bezt þeir ° goggað ál og selt hann upp um sveitir; e reikningurinn hjá kaupmanninum var orðinn það hár, að hugsandi fólk var far!ð að hafa þungar áhyggjur. — Ætlaði v°r , aldrei að koma, með síldveiðar og aura heimilisblA51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.