Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Side 10

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Side 10
„Við verðum að komast út og reyna, hvort við getum fundið hann, piltar,“ mælti hann. „Sjáum nú til, hverjir telja sig karl- menni og sanna sægarpa. Við verðum að taka árabát — sjálfur skal ég sitja undir stýri.“ Það datt þögn á hópinn, en að lokum stigu tveir piltar fram. Sá þriðji kom á eftir þeim. „Eruð þið ekki fleiri?“ hrópaði formað- urinn. „Okkur vantar einn mann.“ „Við eigum konu og börn,“ sagði rosk- inn sjómaður lágt og ákveðið. „Og hver sér um þau, ef eitthvað kemur fyrir okkur?“ „Fjórðu árina get ég tekið,“ sagði Kristín. „Þú hefur hvað eftir annað sagt, að ég gæti róið eins vel og háseti.“ Andersen formaður hugsaði sig um augnablik. „Ágætt,“ sagði hann. „Við skul- um þá skjóta báti á flot.“ Það tók langan tíma að renna þungum bátnum út fyrir ísröndina, en að lokum tókst það. Mennirnir voru ekki seinir til að hlaupa upp í. Napur vindurinn blés gegn um merg og bein, og þungir ísjakar krömd- ust upp að kinnungum bátsins. Tunglið var komið í ljós og skein millum sundur- tættra stormskýja. Andersen formaður settist undir stýri og hafði nánar gætur á rekísnum, sem hótaði að mölva kænuna mélinu smærra, en mennirnir streyttust löngum og seinlegum áratogum. Kristín fann, hversu hjartað barðist í brjósti henn- ar, þar sem hún deif þungri árinni í sjó. En ef ekki yrði hægt að bjarga Anders, myndi hún aldrei hljóta gæfu í þessu lífi. Engum var Ijóst, hversu löng stund leið. 1 landi grillti í húsin eins og litla ljósdepla. Stormhljóðið og brakið í molnandi ísnum gerði að verkum, að ekki heyrðist manns- ins mál. Formaðurinn hafði beint stefnunni til hafs. Hann var hokinn í sæti og skyggnd- ist út í ísinn í hvert skipti sem skýi hratt frá tunglinu. Svo lengi sem vindur og straumur var hagstæður, var ekki mikil hætta á ferðum, — en hvernig myndi reynast að ná landi aftur? Andersen for- maður varpaði þeirri tilhugsun frá sér. Nú sást ekki lengur til lands, og svo langt sem augað eygði grillti ekki í annað 10 en sjó og íshröngl. Ein árin brotnaði, og formaðurinn var fljótur að grípa til auka- árinnar. I sama mund slapp báturinn und- an rekísjaka, sem hótaði að velta honum- Skyndilega reis formaðurinn hálfur ur sæti sínu. ,,Hrópið!“ rumdi hann. „Hrópið eins hátt og þið getið! Það er eitthvað þarna úti fyrir!“ Hann lyfti hendinni, og allir hrópuðu allt hvað af tók. Þetta var nánast óhugn' anlegt úti á rúmsjó í myrkri. Svo hlustuðu allir í eftirvæntingu. Svarið sem barst, vai frámunalega veikt. „Herðið róðurinn!" skipaði formaðurinn- „Það er einhver á ísjakanum þarna fram undan.“ 1 hálftíma, sem virtist heil eilífð, var róið af lífs og sálar kröftum. Kristín vai komin með blöðrur í lófana og fannst árin vera eins og logandi járn í greipum henn- ar. En hún lagði allan þunga sinn og mátt í árartogið og reyndi að hugsa ekki um neitt. Ef faðir hennar hafði nú á röng11 að standa! Aftur heyrðist hrópað, og nú miklu n#1- Formaðurinn beitti stýrinu til hliðar, báturinn lagðist upp að stórum ísjaka- Einn mannanna krækti stjaka í skörina. „Hingað!“ hrópaði formaðurinn fulluu1 hálsi. „En skríddu á fjórum fótum, þegal þú kemur fram á brúnina þar sem ísinn el þunnur.“ I tunglskímunni sást nú greinilega móta fyrir þreklegum likama Anders HÖg^; Hann birtist þar sem hann kom skríðana eins og sérkennilegt dýr í áttina að bátn um. Þegar hann var skammt undan, bras ísinn. Hann hvarf sjónum andartak, eI’ skaut upp aftur og var dreginn um bo1 í bátinn. _ . „Anders,“ hvíslaði Kristín hásum róm1- Hann gat ekki svarað, svo mikið var honum dregið, en varir hans bærðust. F01 maðurinn rétti honum fleyg. „Drekktu!" sagði hann skipandi. „Og 11 verður þú að taka við ár stúlkunnar. Þ þú færð ekki hita í skrokkinn, drepstu u kulda!“ -rn J1 Anders hlýddi skipuninni, og aftur v sezt undir árar. Kristín sat í hnipri í m1 J HEIMILISBLAÐi£)

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.