Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Page 14

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Page 14
Hún fékk það sem hún vildi Smásaga efíir Kaíhleea O'ltricn. Rétt í því sem Catherine ætlaði að fara að gefa einu af Orpington-hænsnunum sín- um skammt af glyseríni og brennivíni, heyrði hún garðshliðinu skellt. Hún sneri sér við og leit út um gluggann, og henni brá. Þarna var Liane komin og gekk eftir hellulögðum stígnum í átt til hússins. Catherine lagði sjúku hænuna aftur í flónelfóðruðu körfuna við eldstóna, þar sem hún hafði búið um hana, svo að hún gæti jafnað sig sem bezt. Síðan gekk hún fram í opnar dyrnar, þangað sem sólin skein inn og lýsti upp hvítkalkaða veggina, og stóð þar og virti Liönu fyrir sér. ,,Góðan dag, Catherine!" sagði Liane strax er hún kom auga á hana. Catherine tók ekki undir kveðju henn- ar. Hún stóð aðeins þögul og kyrr, og á fögru, hraustlegu andliti hennar var eng- in svipbrigði að sjá. „Hvað viltu mér?“ spurði hún loks. Liane sveiflaði hanzkaklæddri hendinni lítið eitt. „Elskan mín, þú ert alltaf jafn blátt áfram, má nú segja. En þannig er mál með vexti, að eins og sakir standa er ég gest- komandi hjá Lathom á Stonham, og það er svo yndislegt að fara í göngu gegnum skóginn. Þá kom mér allt í einu til hugar að líta inn til þín um leið. Býðurðu mér ekki innfyrir?“ Catherine vék til hliðar án þess að segja orð, og Liane gekk inn í húsið. Hún flutti með sér einhverskonar framandi ilmvatns- þef, sem olli því, að manni fannst jasmínu- ilmurinn við dyrnar heimatilbúinn og frumstæður. 14 „Þetta er dásamleg lítil stofa,“ sagði Liane gælulega um leið og hún gekk inn 1 einu eiginlegu vistarveru kofans. „Og hel’ er allt með sömu ummerkjum. Hellulagt gólf og hlóðir, gamaldags rimlagrind og furubrenni, eikarbjálkar og litlar rósa- gardínur — svo notalegt og enskt —- svo ekta katrínskt!“ Svipur Catherine varð ekki vitund blíð' ari. Hún tók sér ekki sæti, þótt Liane sett- ist í einn af gömlu hægindastólunum. „Það eru nú ekki nema þrjú ár síðan þú varst hér síðast,“ mælti Catherine sinn1 skæru röddu. „Þú átt varla við. það, a^ hellugólf og eldstó taki miklum breyting' um á svo stuttum tíma.“ „Að hugsa sér, eru þrjú ár síðan? Svo langt um liðið ?“ sagði Liane og dró af sér mjúkan svínaskinnshanzkann. „Já, nu man ég það. Það var að áliðnu sumri. Lg mun hafa komið til að sækja körfu al eplum.“ „Já,“ svaraði C-atherine. „Og þú konast um leið til að biðja mig um að láta Þel eftir Simon Guest, svo að þú gætir gifzt honum sjálf.“ „Já, rétt er það. Ég man, að þú varðst mjög undrandi. Var það ekki?“ „Jú, nokkuð — þar sem ég var nefnileSa trúlofuð honum, þegar þetta gerðist." „Æjá, nú man ég þetta allt. Þetta vf1 allt saman mjög leiðinlegt, Catherine. fullvissa þig um, að mig grunaði ekki, a ég ætti eftir að verða ástfangin af Simon> þegar þú fyrst kynntir okkur — hann sen1 unnustann þinn.“ . „Ég skal trúa því. En þegar þú koms HEIMILISBLAÐi£)

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.