Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 15
aö raun um, að þú varst orðin ástfangin ar honum, áttirðu ekki til að bera þá sóma- tilfinningu að fara leiðar þinnar. Ef þú hefðir gert það, værum við Simon nú gift. Simon elskaði mig, þangað til þú kömst ™ skjalanna og stalst vísvitandi — vísvit- andi, segi ég — ást hans frá mér. Held- Urðu, að ég hafi ekki séð í gegnum þessi srnábrögð þín, og hvernig þú gerðir allt til að ganga í augun á honum. Ég er eng- lrin heimskingi, Liane. Og að sjálfsögðu af- salaði ég mér honum, þegar ég komst að Pví, að hann var orðinn ástfanginn af þér. °g þið giftuzt, og þá var allt búið. Þú fékkst ósk þína uppfyllta, og um það er ekkert meira að segja. Ég býst við, að þú hafir alltaf fengið óskir þínar uppfylltar, Liane." Liane svaraði ekki. Hún sat og strauk ririgurgómunum eftir saumunum á öðrum nanzkanum sínum. Velsnyrt andlit hennar ^ð vandlega dregnum og bogmynduðum augabrúnum, og rauðlituðum vörum, kom ner>ni til að líkjast gróðurhúsjurt, sem af vangá hefur lent inni í bóndabæ. >,Catherine," sagði hún eftir stutta þögn, "elskarðu Simon ennþá?" Catherine stakk höndunum í vasana á Wlartreyjunni sinni. "Ef þú hefur áhuga á að vita það — þá geri ég það," svaraði hún rólega. >>Þú getur fengið hann, ef þú vilt fá nann," sagði þá Liane hægt. . Catherine greip andann á lofti og starði a hana. »Svo það er þannig!" mælti hún, eftir P§n> sem sagði meira en mörg orð. — "^ú ert sem sagt orðin leið á honum nú Pegar?» >>Við eigum ekki saman," svaraði Liane. "u .nn er heimakær maður, en það er ég Kki. gg er fyrjr að umgangast fólk mikið, J1 Það er hann ekki. Við erum svo ólík — Dað fólk, sem honum fellur vel við, fellur ?ler illa við, og öfugt. Auk þess er ekki *gt að lifa hamingjusömu lífi af tekjum eiI1s dósents." , »Allt þetta var ekki hugsað út í fyrir |rem árum," sagði Catherine. „Ég er hissa , Pví, að þú með þínar gáfur skulir ekki nafa séð þetta strax þá." ^EIMilisblaÐIÐ ,,Ég gat það svo sem," andmælti Liane. „En — þá var maður ástfangin. Ég vildi fá hann." Catherine brosti kaldhæðnislega. „Ham- ingjan góða! Það var svo sem fyrir öllu." ,,Já, nema hvað," svaraði Liane hispurs- laust. „En geturðu ímyndað þér, hvað þetta hefur allt verið níðangurslegt! Ég var ekki fyrr gift Simon en ungur maður að nafni Rudy Lathom kom til skjalanna. Hann varð æfur af ást til mín. Ég tók það ekki alvarlega fyrst í stað. Ég var svo ástfangin í Simon. En þegar við Simon tókum að f jar- lægjast hvort annað, rann upp fyrir mér, hvílíka skyssu ég hafði gert. Rudy Lathom er aðalerfingi barónsættar, sem má rekja aftur til daga Hinriks VII. Hann er fram úr hófi aðlaðandi maður og aðalsmaður fram í fingurgóma. Einn góðan veðurdag eignast hann Stonham-eignina, og það er alveg ljómandi herrasetur — ekki svo ýkja stórt, en fallegt, og hefur yfir sér gamlan virðuleika. Það yrði alveg dásamlegt að vera húsfrú þar." Skyndilega keyrði Catherine höfuðið aftur og hló, svo að skein í sterkar og hvít- ar tennur hennar. „Þú ert alveg einstök, Liane!" hrópaði hún upp. „Nú er þig farið að langa í Rudy Lathom og Stonham og verður svo eðal- lynd að vilja afsala þér Simoni. En held- urðu ekki, að f jölskylda Rudys gæti tekið upp á því að koma með mótmæli? Þannig gamlar og virðulegar fjölskyldur kæra sig víst ekki um, að aðalerfinginn giftist konu, sem hleypur frá fyrri manni sínum — eða heldurðu það?" „Ég hef hugsað um þetta," svaraði Liane. „Ég hef hugsað um, hvort ég ætti ekki að leggja það til við Simon, að hann sýni mér þá riddaramennsku að gefa mér einhverja ástæðu til að sækja um skilnað við hann!" Catherine starði á hana og hnyklaði brúnir. Loks varð henni ljóst til fulls, hvað Liane var að fara með orðum sínum. „Áttu við," sagði hún með gætni, „að ég ætti að taka að mér að vera þriðji að- ilinn — að Simon ætti að játa á sig hjú- skaparbrot með mér, svo að þú gætir farið fram á skilnað?" Liane smellti lauslega saman vel snyrt- 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.