Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 16
um fingurgómunum með rósrauðum nögl- unum. „Þú varst sjálf að segja það, Catherine, að þú elskaðir hann ennþá, var það ekki? Ég hef alltaf litið á þig sem kvenmann, sem ekki hikar við að ganga út í hvað sem vera kann fyrir þann mann, sem þú elskar." „Það þýðir víst ekki mikið að reyna að útskýra það fyrir þér, að tilmæli þín eru það óskammfeilnasta, sem hægt er að hugsa sér! Fyrst stelurðu manninum, sem ég elska, eyðileggur lífshamingju mína, legg- ur allt í rúst fyrir mér; og svo þegar þú ert orðin leið á honum, kemurðu og ferð fram á, að ég fórni nafni mínu og æru, til þess að þú getir fengið Rudy Lathom og komizt í þá aðstöðu að verða herra- garðsfrú og barnónessa." „Elsku Catherine mín, taktu þetta ekki svona illa upp. Þú skilur alls ekki, að þetta er einnig með þinn eiginn hag fyrir aug- um. Þú segist ennþá elska Simon. Og nú geturðu fengið hann, aðeins með því að rétta út höndina. Þú átt ekkert á hættu, þótt þú komir fyrir skilnaðardómstólinn. Hins vegar á ég sitthvað á hættu." „En hvað um Simon? Skyldi hann ekki hafa eitthvað til málanna að leggja?" „Simon myndi grípa tækifærið fegins hendi. Hann elskar þig enn, Catherine." „Ætlastu til, að ég trúi því — eftir að hann sneri baki við mér til að kvænast þér?" „Hann elskar þig enn, Catherine. Hann elskaði þig líka, þegar hann gekk að eiga mig. Hann sagði mér það kvöldið áður en við giftum okkur." Osjálf rátt steig Catherine einu skref i nær hinni velklæddu ungu konu, og um leið krepptust hnefar hennar. „Sagði hann það við þig?" „Já. Hann sagðist vera blindaður af mér, bergnuminn, eða ég man ekki hvað; að ég hefði eitthvert vald yfir honum og gæti breytt honum í ástfanginn skólastrák, en samt sem áður væri það þú ein, sem hann elskaði. Hann bað mig að veita sér lausn, því að þá ætlaði hann að fara til þín aftur og biðja þig fyrirgefningar." „Og þú sagðir nei — þú sagðir nei! Þú 16 vogaðir þér að giftast honum, enda þótt þú vissir, að það var ég sem hann elskaði!' „Ég var ástfangin af honum, Catherine, svo að auðvitað sagði ég nei." „Drottinn minn — ég gæti kálað þér, Liane!" „Nei, það gætirðu ekki, Catherine. Til þess ertu of siðmenntuð. Þú gætir aldrei tekið upp á því að haga þér eins og unn- usta bófaforingja eða eitthvað slíkt. Hins- vegar værirðu vís til að taka tilmselum mínum, er það ekki, Simonar vegna? Hann myndi verða hamingjusamur ásamt þér. -— Þið eruð sköpuð hvort fyrir annað." Catherine sneri sér burt frá henni °& gekk út að glugganum. — Hún stóð Þal* skamma stund og horfði út í garðinn. —' Síðan sneri hún sér aftur í átt til Liane, sem sat makindalega í gamla hægindastóln- um og hafði sett annað hnéð settlega yfir hitt. „Gott og vel," sagði hún. „Þú mátt segja Simon, að hann megi koma aftur* ef hann elski mig ennþá." Liane hlaut skilnaðinn, og Simon og Cat- herine voru gefin saman í kyrrþey. Simon varð auðvitað að afsala sér doktorsem- bættinu. Háskólakennari gat ekki haldi° starfi sínu, ef hann var búinn að standa í hjónaskilnaði. Hann og Catherine stund- uðu hænsnarækt og garðyrkju og bjugg0 í litla húsinu hennar. Skömmu síðar gif/ ist Liane Rudy Lathom. Aftur hafði hurl fengið það sem hún vildi-------. Ár liðu, áður en Catherine sá Liönu aft- ur. Það voru erfið ár fyrir Simon og hana- Þau urðu að strita hörðum höndum til ÞeS. að hafa í sig og á, og þau urðu fyrir þeirr sorg að missa annað barn sitt, lítinn dreng Simon var ekki sérlega sterkbyggður ma ' ur, og erfiðisvinna úti undir beru loft1 reyndi mjög mikið á hann. Catherine var að vinna fullkomið karlmannsverk og Simon tvöfalt. .. Næst heyrði hún frá Liönu, þegar gamJ baróninn lézt skyndilega og maður Lion erfði titilinn og herragarðssetrið. Nú va Liane orðin frú í Stonham. Stöðugt va verið að nefna hana í fréttadálkum bla heimilisblA391

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.