Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 18
gat hún átt við með þessu? Allt í einu tók hún eftir dálitlu, sem kom henni til að kippast við. Augun í hinu fagra og vel snyrta andliti Liönu, þau voru dauð. Það var tjáningarlaus gríma, sem horfði á hana. Sálin — hin eiginlega mannvera — hún fyrirfannst þar ekki. „En þú ert hamingjusöm, er það ekki, Catherine?" spurði Liane. Catherine leit undan. „Hamingjusöm," endurtók hún lágt, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. „Jú, ég er mjög hamingjusöm." Báðar urðu þögular. Hvorug hreyfði sig eða sagði orð. Síðan laut Liane fram í sæti sínu. „Hvers vegna spyrðu mig ekki, hvað ég vilji þér núna?" sagði hún. Catherine leit á hana. „Ég veit ekki, hvað þú getur viljað mér," svaraði hún blíðlega. „Ég hef ekkert til að gefa þér lengur. Áður þegar þú komst, þá vildirðu Simon, og þú fékkst hann. Svo komstu og vildir frelsi þitt; það veitti ég þér líka. Ég er fátæk kona, Liane, þreytt af vinnu, ekki ung lengur, stöðugt með áhyggjur af börnunum mínum — framtíð þeirra — og af heilsu mannsins míns; aldrei örugg vegna þess, sem morgundagurinn kann að bera í skauti sér, — hvað þá kom- andi ár. Hvað get ég nú haft, sem þú óskar eftir?" „Hamingjuna, Catherine," svaraði Liane lágt. Catherine leit rólega á hana. Hún sagði ekkert við þessu. Það var Liane, sem rauf þögnina og tók að tala bæði hratt og af ákefð: „Þú varst vön að segja, að ég fengi alltaf það, sem ég óskaði mér. Já, það var satt, ég fékk allt sem ég óskaði mér. Hvers virði er lífið, ef maður fær ekki það, sem mann langar til? Lífið er svo óskiljanlega stutt — ekki nema örskotsstund, brot af eilífðinni, og þegar það er búið, hvað þá? Kannski eitthvað, kannski hreint ekki neitt — um alla eilífð. Ég var fastákveðin í því, að ég skyldi fá eins mikið út úr þessu litla broti af eilífðinni eins og í mínu valdi stæði. Og ég hafði góða aðstöðu til að fá það. Fegurð, gáfur, vald til að gera það 18 sem mig lysti — eða hefði það ekki verið heimskulegt af mér að nota ekki allt þetta. Ég tók Simon frá þér og giftist honum, vegna þess ég þráði ást. Ég eyðilagði framaferil hans og giftist Rudy, því að ég vildi fá virðulegan frúartitil. Og þessu næst óskaði ég mér auðæfa; þá hitti ég Blare- field. Ég óskaði eftir að giftast Blarefield. og það var ástæðan til þess, að Rudy svip*1 sig lífinu." „Liane!" hrópaði Catherine og greip nU andann á lofti. „Þetta meinarðu þó ekki- Var það ekki slys, þegar maðurinn þinn hrapaði?" „Rudy var einhver snjallasti f jallgongU' maður á öllu Englandi. Það var alls ekki slys, að hann hrapaði. Allir héldu það, en ég vissi betur. Ég vissi, að honum var ljóst' að ég vildi giftast Blarefield. Ég fékk það- sem ég vildi. Og þá óskaði ég mér nsest meiri spennings og annarra elskhuga, °S þetta allt fékk ég. Þangað til eitt kvöld, að ég fór að líta yfir líf mitt í heild, °g þá sá ég það allt í nýju Ijósi. Ég sá, að ég hafði öðlazt allt það, sem ég hafði óskað mér af mínu litla broti eilífðarinnar og a0 það var allt saman einskisvirði — ekkert Ég hafði í rauninni ekkert fengið. Þess vegna er ég komin til þín. Það er undaf' legt, að ég skuli alltaf koma til þín, er Þa° ekki, Catherine?" Catherine hélt át'ram að horfa á hana> róleg og þögul. En það var eins og Þ° . fyrir augum hennar, og hún sagði ekK neitt. „Hvernig get ég öðlazt hamingjuna, Cat' herine?" spurði Liana lágt. Það hljómað1 næstum eins og bæn. Catherine svaraði lágt og hægt: »^f held, Liane, að til þess að öðlast hamingJ' una, verðir þú sjálf að vinna fyrir henn1, Berjast fyrir henni. Þjást fyrir hana." Hún stóð á fætur, gekk hægt til Liane og lagði höndina á öxl hennar: „Sú var tíðin, Liane, að ég hataði Þ1^ En nú aumkast ég yfir þig, af öllu min hjarta." Það var Simon, sem nokkrum dogn síðar las um sjálfsmorð Lady Blarefields- heimilisblað11'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.