Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 19
hafði tekið inn eitur í svefnherbergi Slnu á hinu glæsilega herrasetri í North- arnPtonshire. Cyancalium. Glasið lá á gólf- lnu, þar sem hún hafði misst það úr hönd- Um sér. Þessi tíðindi vöktu mikið umtal. Blöðin Uotuðu orðalag eins og: Öskiljanlegt — oeinlinis engin ástæða til slíks. Lady Blare- leld, einhver fegursta og dáðasta kona andsins á hátindi lífs síns. „Ég get bara ekki skilið,“ mælti Simon, „hvernig hún hefur komizt höndum yfir þessa tegund af eitri, sem er jafn hættu- legt og erfitt að ná í. .. . ?“ Catherine leit á hann. „Það hefur áreiðanlega verið auðvelt fyrir Liane,“ svaraði hún rólega. „Hún hefur alltaf fengið allt, sem hún hefur ósk- að sér.“ Hret plnuð er lilja, og fölnuð er rós, • °mað er himinsins blessaða Ijós; nípinn er skógur og hnígið er bar, l(nn sem að áður á björkunum var. ^tynja nú biturri stofnar í hríð '^irðnaður lœkur í blómlausri hlíð; lrhinninn fœr ei að fella nein tár — 1 °'sí* hann grœtur, það hagl er og snjár. E; .úls ertu þornuð af augunum mín, astsceia táranna lind, sem að skín annars í heiminum huggunarrík; lrnnanna drykk ertu sannlega lík! °fan %ún °n ég það áður, um œskunnar tíð, nm kinn streymdi báran þin fríð! var svo beisk, en svo himnesk og tœr, QQaði mig, og hún var mér svo kœr! lðkvcema, barnlega vœtti hún kinn, nt einasti huggarinn minn; ríreymdi sorgin, og inn streymdi ró; ynidin og reiðin i hjartanu dó. AUt eins og dögg vcetir ilmblómin ung, ofan þau hneigjast að jörðunni þung, rísa svo aftur i eyglóar yl, upprisin lyfta séf himinsins til: Döggin svo harmanna brauzt mér um brár, blikandi œskunnar huggunartár; þá var ég ungur; ég gekk mig og grét, gráturinn sorgina hverfa mér lét. Nú ertu þornuð, min Ijúfasta lind! Liður nú stormur af snjóugum tind! Fáein ef skyldi nú falla mér tár, frjósa þau strax, eins og hagl eða snjár! Lífsins á heiði í helkulda blœ huggun ég enga af tárunum fœ. Döggin er huggandi, þó hún sé þung, þíðir upp líf, meðan rósin er ung. Gerðu mig aftur sem áður ég var, alvaldi guð, meðan œskan mig bar! Gefðu mér aftur hin gulllegu tár! Gefð’ að þau verði ekki hagl eða snjár! Benedikt Gröndal. (F. 6. 10. 1826. — D. 2. 8. 1907). ^Milisbl AÐIÐ 19

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.