Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 20
KOFI TÓMASAR FRÆNDA EFTIR HARRIET BEECHER STOVE, ENDURSÖGÐ í MYNDUM 72. — Játaðu, að þú hafir hjálpað Kassy og Emmu til að flýja! — Ekkert svar. — Veiztu, að það er á mínu valdi að refsa þér, og að ég ætla mér nú að dæla úr þér blóðinu, dropa eftir dropa! •—• — Síðan var Tómas seldur í hendur yfirþræl- unum, sem sveifluðu bareflunum yfir honum, þangað til hann lá meðvitundarlaus. 73. — I húsi Shelbys var húsbóndinn látinn, en ekkjan og Georg sonur hennar höíðu reynzt heiti sínu trú og útvegað næga peninga til að leysa Tómas úr þrældómi. Georg heppnaðist að kom- ast að því, að Legres hafði keypt Tómas síðastur manna, og nú leitaði hann hann uppi til að semja við hann um lausnargjaldið. Legres sagði, Tómas hefði átt þátt í flótta tveggja kvenþræl3, og þess vegna hefði honum verið refsað harðlegö; 74. — Georg fann hann nær dauða en lífi 1 daunillum hálminum í kofanum hans. Þegar hanh heyrði rödd Georges, raknaði hann þó við og þakk- aði honum veikri röddu fyrir að hafa ekki gleynit sér. Hann bað fyrir hinztu kveðjur til konu sinnar og barna og loks bað hann um, að Georg l®*1 engan vita, hvar hann hefði fundið hann. Og fuh' viss um líf eftir þetta líf lokaði Tómas augunum í hinzta sinni. 75. — Þegar Georg sneri sér frá beði hins látna, stóð Legres í kofadyrunum. Georg spurði, hvað hann ætti nú að gefa mikið fyrir Tómas, en Le- gres svaraði afundinn, að hann seldi ekki lík. Georg hét því, að morð þetta skyldi kært til yfirvaldanna, en sú hótun hafði engin áhrif á Legres, sem staðhæfði, að engin vitni hefðu vevið að verknaðinum —■ og vitnisburður svartra manna væri gagnslaus. Þá var unga manninum nóg boð1^! og með einu hnefahöggi sló hann illmennið gólt'ið. gíl 76. ■—■ Lík Tómasar var nú borið inn í va"g Georges, og í fylgd tveggja þræla var farið m það út að stóru tré, þar sem þvi var búin 8r° ! Legres var risinn á fætur, og vandræðaleg fylgdist hann með því, sem fram fór. 20 heimilisbla£>i£)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.