Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 23
Þessi unga stúlka, ungfrú Tashi Dorij, var fulltrúi lands síns, Bhutan, á ráðstefnu, sem Asíuríki héldu í London. Þetta er ungfrú Jamaica. Hún heitir Enica Cooko. Hún tekur þátt í samkeppninni um titil- inn „Ungfrú Heimur“, sem háð verður í London. Ef dæma má eftir fríðleika, ætti hún að hafa mikla möguleika að vinna verðlaunin, sem verða 2.500 sterlingspund. Aliza Gurhar er fyrrverandi fegurðardrottning ísraels og hefur líka gegnt herþjónustu í israelska hernum. Eiginlega ætlaði hún að gerast stjórn- málamaður, en komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri betur fallin til að leika í kvik- myndum og sjónvarpi. Henni þykir gaman að mála og not- ar frístundir sínar til að mála sjálfsmyndir. Móðir þessarar stúlku hefur hundabú í Englandi og þegar dýrmætir hvolpar eru sendir til viðskiptamanna, eru þeir sendir i húrum úr gervigleri. Hér á myndinni er litla stúlk- an með ckihuahua-hvolpa, sem á að senda með flugvél frá London til írlands. Hin fræga kvikmyndaleikkona Audrey Hepburn og sonur hennar komu fyrir skömmu til flugstöðvarinnar í Róm, Fiumecino, þar sem eiginmað- urinn, Mel Ferrer, tók á móti þeim. Hann leikur um þessar mundir aðalhlutverkið í kvik- myndinni „E1 Greco“. Hún er tekin í Róm. Það er ekki vandalaust að eta spaghetti. Þessi unga stúlka er amerísk og er sýningar- stúlka í París. Hún vann ný- lega sigur í keppni spaghetti- neytenda. Dómnefnd var skip- uð leikhúsa- og kvikmynda- fólki í París. 4-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.