Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 24
SVIKIN eftir Maja Edwinson Hún lá kyrr og Jét sér detta í hug að leika eitthvert bragð, en sjálfri sér til skap- raunar hafnaði hún öllu, sem henni kom til hugar. Henni kom jafnvel til hugar að banka sjálf á dyrnar hjá Martin.... „Af- sakaðu, Martin. ... en ég get ekki sofnað. Þú átt víst ekki asperín?" En hún var dauðhrædd um, að hann myndi þá kannski ofur auðveldlega leita uppi asperín handa henni, afhenda henni það og loka síðan dyrunum aftur af á milli þeirra. Það fannst henni ekki, að hún myndi geta afborið. En til einhvers bragðs varð hún að taka. Hún gat ekki hugsað sér, að þjónninn, káetuþernan eða bílstjóri Martins tækju skyndilega upp á því að virða hana for- vitnislega fyrir sér með sínum lífsreyndu og útsmognu augum. Hún óskaði ekki eftir því að vera lengur skotspónn fyrir meira eða minna dularfullar getgátur. Hún vildi beinlínis, að allir álitu sig frú Martin Grove, sem að öllu leyti ætti örugga tilveru í skjóli síns ágæta eiginmanns. Þess vegna var það eitt, sem hún ákvað að gera á hverri nóttu eftirieiðis, eða svo gott sem hverja nótt: Hún ætlaði sér að sofa hálfa nóttina í rúminu til hliðar við sitt eigið rúm, en hinn helmingurinn í sínu eigin rúmi. Rúmið til hliðar skyldi svo sannarlega líta út eins og það hefði verið notað, og lökin rækilega þvæld. Og á öskubakkanum til hliðar við það skyldu liggja sígarettustubbar, sem enginn vara- litur sæist á. Hún lagðist þegar fyrir í rúminu, sem Martin hefði átt að hvíla í, og sofnaði óðara. Þegar komið var 'f ram undir morg- un, vaknaði hún, skreið yfir í sitt eigið rúm og sofnaði. Þetta var reyndar viss 24 auðmýking, en hins vegar bráðnauðsynleg ráðstöfun, ef hún átti að halda virðing^ sinni sem brúður. Um sjöleytið heyrði hún Martin ræða við bílstjórann sinn, og skömmu síðar heyrði hún glamur í tebollum. Tuttug11 mínútum síðar heyrði hún Martin fara fram á gang og segja um leið: „Ég ætla að skreppa upp í íþróttasalinn, og svo tek e# mér sund í lauginni áður en aðrir fara a° hópást að." Hún hlustaði og hlustaði. En hann var farinn. Hún stökk út úr rúminu og t°^ í sig kjark til að opna dyrnar og gæg3aS, inn fyrir. Hinar dyrnar, sem lágu fram a ganginn, stóðu galopnar og höfðu vefl kræktar fastar. Hún læddist inn og snefl við hárburstanum hans og öðrum snyrti' áhöldum. Nei, þetta var fyrir neðan afla hellur; hún gat ekki verið þekkt fyrir slfl* Hún flýtti sér aftur yfir í rúmið sitt, l'f dyrnar ekki falla alveg að stöfum. en hringdi í þernuna. - - Bezt var að hal vitni.... ^ „Ó. fröken, gæti ég ekki fengið tebofla- Stofustúlkan mín er ekki komin ennþá. „Jú, sjálfsagt, frú." „Maðurinn minn er farinn upp í íþrótta salinn." „Já, herra Grove er mjög framtakss^n1 ur maður. Við könnumst vel við hann. Tia hallaðist aftur á púðastaflann; ^ hafði bætt _við stærsta svæflinum úr r*1 inu við hliðina. „Hann er alltaf á fleV* kon1 sá ferð," svaraði hún og brosti. Og nu stofustúlkan hennar á vettvang °g einnig hið velkta rúm og opnar dyrn milli vistarveranna. « „Ó, lokið þessum dyrum þarna, Pel1 ' heimilisblap1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.