Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 26
er í fyrsta skipti sem ég er á langferð —“ „I fyrsta skipti? Mig minnir endilega að þú hafir sagt mér, að þú hafir ferðazt ein- hver reiðinnar ósköp.“ Hún beit á vör sér og leit svo dapurlega út, að hann gat ekki stillt sig um að brosa. Það var skiljanlegt, að hún nagaði sig í handarbakið fyrir það axarskaft, sem hún hafði gert, en hún gerði heldur enga til- raun til að leiðrétta það. Enn einu sinni rann það upp fyrir honum, að þótt þau sætu þannig saman og töluðust við eins- lega, voru þau fullkomlega ókunnug hvort öðru. „En það skiptir svo sem engu,“ hélt hann áfram. „Þú talar sitt af hverju, væna mín, eins og flest fólk gerir, og ert kannski gjörn á að láta hlutina líta glæsilegri út en þeir eru í raun og veru. Aftur á móti þarftu ekki að gera þér það ómak mín vegna. Á milli okkar á að geta ríkt full- komin hreinskilni.“ En nú var samvizka hans farin að segja til sín Hann talaði um hreinskilni á milii þeirra, en hvað þetta snerti var hann engu síður sekur en hún. Hafi hún farið á bak við hann með smáræði, þá hafði liann einn- ig farið á bak við hana — með hluti sem miklu máli skiptu. Hann hafði fengið hana í ferðalagið með sér undir því yfirskini, að hann væri innilega hrifinn af henni, en í rauninni gerði hann það einvörðungu út af Rinnu. Þess vegna bætti hann nú við: „Ef hægt er á annað borð að tala um hreinskilni milli manns og konu.“ „Það vildi ég þó vona, að hægt væri,“ svaraði hún rólega. „En fyrst og fremst verður að vera fvrir hendi gagnkvæm samúð.“ „Hún getur kannski komið. Við þekkj- umst enn ekki svo að heitið geti. En mað- ur og kona geta ósköp vel komizt af með hvort annað, þótt ekki sé beinlínis um að ræða gagnkvæma samúð.“ „Ég skil það ekki vel. . . . “ „Mér fellur það ekki að sigla undir fölsku flaggi,“ sagði Martin stuttlega. „En það er það, sem við gerum eins og sakir standa. Ég vil helzt geta komizt hjá því að kynna 26 þig fyrir allt of mörgum sem frú Martin Grove, þangað til. . . . þangað til þú ert raunverulega orðin það. Móðgastu nú ekki- Stilltu þig um að rjúka upp á nef þér áðui en þú hefur komizt svolítið betur inn í hlut' ina. Til dæmis förum við í land í Durban. Ef fólk veit, að við komum. ...“ Hún greip skyndilega fram í fyrir hon* um: „Ef það veit, að þú kemur, áttu við. Hann leit rólegur framan í hana. „Með brúði mína, sem sagt — þá vei’ð' um við boðin hingað og þangað — í uiið' degisboð og þess háttar. Fólk er Þal óhemju gestrisið og félagslynt. En ég óska ekki eftir slíku, og ég myndi heldur ekki leyfa þér að fara.“ „Leyfa------!“ „Ég sagði leyfa, og ég meinti leyfa. ? getur ekki farið hvert sem er og hitt áhrifa' rikar konur í mannfagnaði, fyrr en þú el sjálf orðin ein þeirra. Skilurðu?" „Ég skil. Ég er í rauninni ekki ýkla mikils virði.“ „Vertu nú ekki kjáni, væna mín. Ef V1 gætum okkar sjálf, munu aðrir einnig þess, sem þeirra er. En sem sagt —- eI1“.. umgengni við ókunnuga að óþörfu, Þa veiztu. Og þú rnunt engu tapa á því. F° heldur bara, að við séum að njóta hvel brauðsdaganna.“ „Já, það myndi líta þannig út.“ Hann gerði enga tilraun til að láta se., hann misskildi hana. „Slagbrandurinn fy1 dyrunum — ég skal minnast þess áfran|' Við höfum það hér eftir sem hingað 1 ’ þangað til við erum orðin gift.“ íp þagnaði andartak, án þess það væri gerðarlegt: „Ég ber mikla virðingu fý gömlum og góðum siðum.“ Það gerði hún reyndar líka. En hún þó ekki stillt sig um að segja: „Svo er að sjá, — þar sem þú namst I satt að segja á brott.“ „Gifting þín og Róberts er bannað ú ræðuefni, væna mín. Það hafði ekkei’t gera með æru og virðingu, eins og ■ fékkst reyndar nógu fljótt að vita, —' a ^ ars hefðirðu heldur kosið að vera um ky . þar sem þú varst. En svo að við sn okkur að málinu aftur — það er Þk® bezt við ræðum það rækilega og látum HEIMILISBLAÚ1 gat

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.