Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Síða 28
við Martin eða við skipstjórann; aldrei við aðra. Og enn stóðu dyrnar ólæstar á nóttunni, enda þótt Martin héldi, að þær væru ramm- lega læstar með slagbrandi. Tvisvar barst skeyti frá lögfræðingnum hans. Hann sýndi henni þau ekki. Hún braut heilann sér til óþæginda um það, hvað stæði í þessum skeytum. „Durban! Ætlið þér ekki að fara í land og skemmta yður, frú Grove?“ var spurt umhverfis hana. „Jú, ætli við heimsækjum ekki gamalt vinafólk mannsins míns og verðum þar á meðan staðið verður við hér. .. . “ Eða hún svaraði: „Æ, skemmta mér. . . . Jú, ég veit það verður farið með mig og mér verður sýnt það helzta, sem hér er að sjá. .. . “ Hún svaraði vfirleitt með tilliti til þess, hvers konar fólk það var, sem spurði í það og það skiptið. Engin kona hefði getað hugsað sér tillitssamari eiginmann eða að því er virtist hrifnari elskhuga en Martin leit út fyrir að vera þessa daga í Durban. Að undanskildum nóttunum, þegar enn voru lokaðar dyr á milli þeirra, lék hann eiginmannshlutverk sitt af fullkominni snilld, já, allt að því af tilfinningu. Hann gaf henni veglegar gjafir — en enga peninga. Henni fannst það dálítið auð- mýkjandi, — en hvað þurfti hún við pen- inga að gera, þegar hún hafði hann stöð- ugt við hlið sér til að borga allt fyrir hana? Og þó — Síðan gengu þau um borð í hollenzkt gufuskip, sem sigldi til Seychell-eyja. — Skipið kom við á ýmsum stöðum — í Lo- renzo, Mosambique, Zanzibar. . . . og alls staðar fór hann í land með hana og vék ekki frá hlið hennar. Hann hafði vakandi auga á henni og varð ekki var við hin minnstu merki þess, að hún hefði yfirgefið Róbert og komið til hans í staðinn. En hann gat aldrei verið fullkomlega viss um hana. Konur eru svo óútreiknanlegar. Hann gat ekki verið ör- uggur um hana fyrr en hún var dyggilega komin heim til hans á ævintýraeyna. Hann sendi skeyti til lögfræðings síns þess efnis, að hann skyldi flýta skilnaðat' málinu eins mikið og hann gæti. Hann viss1 betur en hún, hversu erfitt var að halda þessari fjarlægð á milli þeirra tveggja. } hitabeltinu átti líkamleg ást meira upp a pallborðið í lífi fólksins en í löndum temp1’" aða beltisins; það var eins og slíkar til' finningar lægju hvarvetna í loftinu heyrðu til grósku sjáifrar náttúrunnar uni' hverfis, sem alls staðar var yfirfljóta11' leg. Lögfræðingurinn sendi það svar, að R°' bert myndi senn ná sér það vel, að hægt væri að hefja málið. Þau voru í Zanzibar, þegar þetta svai' skeyti barst. I Mombasa fóru þau alls ekki í land- Martin þekkti þar allt of marga og hefð1 neyðzt til að fara með hana í miödeg15' verð í klúbbinn. Þegar hann útskýrði þetta betur fyrir henni, skildi hún hann m®ta' vel og samþykkti það. Þetta var dálít*. auðmýkjandi, en hjá því varð samt ek^1 komizt. „Hvers vegna ferðu ekki einn í land- Ég get bótzt hafa höfuðverk," sagði hurjj „Ég kæri mig ekkert um það,“ svara hann. „Ég þekki þetta allt saman eins það leggur sig, og mér leiðist það.“ . . Hún gat skyndilega, þótt iangt v®rl burtu, fengið þá flugu í hausinn að senda Róbert skeyti. Hún gæti ofur auðveldleSa fengið lánaða peninga til þess. Hann ma , ekki víkja andartak af verðinum, sízt þessum lokaáfanga ferðarinnar. Þess vegn var hann um kyrrt hjá henni. En til þess var líka önnur ástæða. Það var um annan mann að ræða. É&11, þekkti manngerðina. Það var náungi ai P tagi, sem alltaf eru á veiðum; einn Þeirra’ sem aldrei láta sér tækifærin úr greiplllir ganga. Hann hafði heyrt hana segja> hún ætlaði ekki í land, en vonaði að 11111 urinn sinn færi í land og skemmti sér v Eftir það beið hann tækifærisins —- til að hafa ofan af fyrir hinni ungu og 1 konu. Martin spurði ofur rólega, þegar náú ^ inn var farinn burtu. „Þekktirðu hann e hvað?“ 28 HEIMILISBLA

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.