Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 30
okkur er ekkert til, nema framtíðin, Tía.“ „Jæja, þá. Það lítur þá út fyrir að verða áhyggjulaust lif.“ „Fyrir þig verður það eins og þú vilt sjálf, að það verði. Hitabeltið," bætti hann við með áherzlu, ,,er eins konar prófsteinn á konur.“ Andartak varð honum hugsað til þeirra kvenna, sem hann hafði þekkt, og orðið höfðu nánast að engu í andrúms- lofti hitabeltisins, latar og værukærar, eins og persónuleiki þeirra glataðist með öllu. ,,Ég fyrir mitt leyti,“ sagði hann, „læt ekki tímann fara til ónýtis. Ég rækta sykur, kaffi og vanillu. Á eyju Martins Groves er unnið meira en víðast hvar heima á Eng- landi.“ „Þú segir enn heima.“ „Það er vani,“ svaraði hann stuttlega. „Ég ætla að revna að leggja hann niður.“ „Heimili okkar verður sem sagt hér suð- ur frá — ævilangt?" spurði hún. Hann hugsaði sig um — sennilega myndu þau eignast börn, ef hún á annað borð reyndist vel og leggðist ekki í leti og doða. „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. Um tólfleytið fóru þau framhjá Seychell- eyjum í heitu skini miðbaugssólarinnar, og um hálfeittleytið voru þau svo nálægt eyj- unni hans, að þau gátu séð hina snotru og skrautlegu innsiglingu með hvítum og fögrum byggingum umhverfis. Hér leit út fyrir, að mikil regla væri á einu og öllu. Hún sá hvar fáeinir flatbotna bátar komu til móts við snekkjuna undir fullum segl- um. „Þeir veiða perlur,“ svaraði Martin til skýringar. „Ég á heilan perluflota.“ „Perlur!“ „Já. Frændi minn, sem fékk mig til að koma hingað, hann arfleiddi mig að nógu til að hugsa um og annast.“ Nokkrir hörundsdökkir menn komu nú hlaupandi niður að höfninni. Innfæddir menn sigldu litlum vélbát upp að skips- hliðinni og veifuðu til þeirra. Martin kall- aði til Tíu, og hún gekk til hans og stóð við hlið hans við borðstokkinn, rétt eins og þau höfðu staðið hlið við hlið, þegar þau létu úr höfn heima í Englandi. 30 En þessi gagnkvæma tillitssemi var ekki nema á ytra borði. Hún þýddi í rauninnj ekkert — hún var aðeins formsatriði. T1 þess eins að sýnast. Eitt var henni samt Ijóst, þar sem hun stóð og brosti vingjarnlega til hinna Þe^' dökku manna í litlu bátunum fyrir neðan- Hún elskaði Róbert ekki lengur; ekki hin11 minnsti snefill af slíkri tilfinningu var eftn í huga hennar — ekkert, ekkert. Hún vai fullkomlega laus við öll andleg bönd, senj tengdu hana þeim manni. Allt í einu tok Martin fastar um handlegg hennar °% þrýsti honum að hlið sér — en það þýhel svo sem ekkert sérstakt; hann var aðeins að vekja athygli hennar á einum drengh anna í bát þar rétt hjá. En þótt hún h 1 í áttina, sem hann ætlaðist til, kinkaði kol við orðum hans, hlustaði hún varla á Þa^11 og sá varla piltinn. Hugsun hennar var að' rði eins þessi: „Það yrði hroðalegt, ef ég yr. nú ástfangin af Martin — og hann k®r sig ekkert um mig. Já, hroðalegt!“ _ Og á þessari stundu varð henni hugsa, um framtíðina, jafnvel um möguleikann þvi að eignast börn með honum, og hún f°' þegar í stað fasta ákvörðun: Ég giftlS. honum aldrei, ef hann elskar mig ' Aldrei, aldrei — . * „Gaman?“ spurði hann. „Ég finn, vöðvarnir í handleggnum á þér — Þe kreppast." „Já, þetta er allt mjög spennandi," sVa aði hún. „Ég er yfir mig hrifin.“ Leng bílstjóri hafði fylgzt. með því, Þ^ a sem hann hafði haft aðsetur á frr þilfarinu, hvar tveir menn höfðu har an sem hann hafði haft aðsetur á fralTl ang1® á palli utanborðs og málað nýtt naú1 a skipið; og honum hafði verið Ijóst, að 10 < var vissum þætti í lífi húsbónda hans. b auðvelt var það í framkvæmd. Nú var inn sá kafli, þar sem hann var á stoðUe ferðalagi heim til Englands. Leiðang1” hans þangað höfðu reynzt árangurslah ^ þangað til nú; og nú myndu þeir vera sögunni. $ Snekkjan sigldi hægt inn í höfnina °S nú kyrr. Samstundis var landgönguh1 sett út. Bílnum var komið frá borði, innfæddir menn gengu um borð til að r HEIMILlSBLAh1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.