Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 32
ist hún þess, að henni væri sýnd hlýja, en samt var eins og eitthvað innra með hon- um væri mótfallið, að einmitt hún skyldi halda innreið sína á heimili hans — þar sem hann hafði undirbúið svo rækilega komu allt annarrar konu. Hann losnaði ekki við þá tilhugsun, að Tía væri á vissan hátt óverðug þess að stíga hér fæti. Grannvaxin, þeldökk stúlka í hitabeltis- klæðnaði beið þess innandyra, að hinn nýja húsfrú gengi í bæinn. Hún hét Frangi, og hún var hreykin yfir því að geta vísað húsmóður sinni á brúðarherbergin, sem höfðu verið standsett alveg sérstaklega á meðan Martin var f jarverandi. Hann kom á hæla þeim og fann fyrir mótsetningar- kenndri löngun til að pynda sjálfan sig andlega við að virða fyrir sér þau herbergi, sem hann hafði látið innrétta handa Rinnu og engri annarri. En þegar hann sá þau, orkuðu þau öðru vísi á hann en hann hafði búizt við. Þau voru eins og innihaldslaust tákn draums, sem var búinn og myndi ekki eiga sér stað framar. Tía, sem nú stóð hcr við hlið hans, myndi þó kannski geta gert þann draum að veru- leika í fyllingu tímans. Það vissi hann reyndar ekki. Nú á stundinni átti hann bágt með að hugsa sér það. Hann sýndi henni herbergin, en var fljótur að því, eins og honum lægi eitthvað á að ljúka því. „Svefnherbergið, dagstofan, eða hvað þú vilt kalla það. Útisundlaug. ..." Hann benti í átt til útisundlaugar, sem byggð hafði verið til hliðar við garðpall- inn, rétt hjá hinni nýju álmu hússins. „En dásamlegt, — hún er næstum of falleg!" hrópaði Tía, rétt eins og hún vildi Öðrum þræði mótmæla öllum íburðinum. Martin snerist á hæli og gekk leiðar sinn- ar. Hún stóð eftir á garðpallinum og horfði inn í svefnherbergið — svefnherbergið hennar. Brúðarinnar! Það var stórglæsi- legt herbergi. Perlugrátt, skreytt dökkum rósum. Hér og þar voru stórar skálar full- ar af rósum þeirrar tegundar, sem uxu heima í Evrópu. Og allt þetta hafði hann látið gera, allt þetta hafði hann látið undir- búa fyrir þá brúði, sem hann ætlaði að koma með frá Englandi. Hún leit af rósun- 32 um til Frangi, sem stóð þarna brosandi- ^ „Evrópskar rósir," mælti Frangi. „St°r evrópskur garður hér fyrir utan handa frúnni." „Sýndu mér hann." Þeldökka stúlkan fylgdi húsmóður sinn1 fegins hugar út í evrópska garðinn. Þar var nánast svalt, enda þótt um miðjan dag væri. Hún sá, að garðurinn náði nsestufl1 alla leið að gluggunum hennar. Marf}' hafði ekki gleymt því, að væntanleg brúðUJ* kynni að fyllast heimþrá. Martin gekk út til hennar, þar sem hun stóð og virti fyrir sér blómabreiðurnar- Honum fannst hún vera ólýsanlega fóep þar sem hún stóð í þunnum léreftskjólnu117 og með barðastóran hatt, og furðu barnS' leg, þótt lífsreynd væri. , „Það er of heitt hér úti. Við skulum heW' ur ganga inn fyrir." Hún fylgdist meo honum inn í húsið- „Þessi garður — hann er alveg furð legur hér á þessum stað." „Hann er gerður —" hóf hann máls, e hikaði andartak, „gerður til eins kon endurminningar. . . ." ^ Hann hafði verið gerður um leip brúðarálman var reist — álman með íbu inni, sem ætluð hafði verið Rinnu. En var ekkert eftir af þeim draumi nema en urminningin ein. ^ „Til endurminningar," endurtók Tía.»> hélt þú hugsaðir aldrei um annað en fra tíðina." „Nú er allt í hendi örlaganna — *ra tíðarinnar," svaraði hann. - „Já —," svaraði hún, en hún skildi ha ekki. „Leizt þér vel á hann?" spurði hann rödd hans var dálítið óstyrk. „Mér finnst þetta allt svo dásamleg* ð( og þó er evrópski garðurinn ef til vill " og sem mér finnst minnst til koma." sér Konur — hugsaði hann. Þær finna » ^ allt, sem að baki liggur. Hún kærir sig e ^ um garðinn vegna þess að hún ve}}lcLx hann var ekki gerður hennar sja vegna. f pú „Jæja þá," sagði hann stuttlega. „^ ^ hefur áhuga á garðrækt, er nógu öðr sinna hér en einmitt þeim garði." HEIMILISBI>A?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.