Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 36
en raunverulega sperrti hann eyrun til að geta heyrt hvað þau segðu. „Ég hef gabbað sjálfan mig", tautaði hann í hljóði. „Ég ætlaði mér að hafa þess- ar rómantísku sálir að fíflum, en þess í stað hafa þau haft mig að fífli, óafvitandi. 1 þessu máli er það ég einn, sem er fífl!" En rétt í þessu bárust honum til eyrna örfá orð af samtali þeirra: „Nei, ég heiti ekki Gaston Duval," sagði ungi maðurinn, „og ég starfa alls ekki í banka; ég er verkfræðingur. Þetta hlýtur að vera einhver miskilningur. ..." „Af hálfu póstþjónustunnar eða blaðs- ins?" spurði unga stúlkan. „Það veit ég ekki", svaraði verkfræðing- urinn hljómlausri röddu, „en ég er alla- vega harðánægður með þau mistök. ..." Nú talaði hann aftur svo lágt, að Ser- maize gat ekki heyrt hvað hann sagði, en ungmennin tvö sögðu meira hvort við ann- að með augum og látbragði, heldur en nokkur orð hefðu getað lýst. Og Sermaize endurtók við sjálfan sig: „Erkifífl get ég verið! Ég hefði sjálfu1* getað setið við hliðina á þessari gullfallegg stúlku! Hún er kvenhugsjón mín hold' klædd, og svo er hún tekin frá mér bein fyrir framan nefið á mér! Ég er asni og — græningi!" Nú talaði verkfræðingurinn aftur Þa* hátt, að hann gat heyrt hvað hann sagði: „Það er tekið of mikið eftir okkur hérna- Ég veit um kaffistofu hér örskammt fra' þar sem við getum setið alveg út af fy1^ okkur, ef þér hafið ekkert á móti því. ¦ • • „ Þau voru þegar staðin upp og gengu n fram hjá Sermaize, án þess að hafa minnst hugmynd um, að þau höfðu ástæðu til a vera honum þakklát. En sjálfur sat hanj1 einn eftir og velti fyrir sér hinum kal ' rif jaða gangi tilverunnar. Sérstakur brúðkaupsskattur og svo- nefndur prinsessuskattur voru í lög leiddir á 18. öld. Prinsessuskatturinn átti þó upp- runa sinn frá tíð Friðriks þriðja. Hann átti í erfiðleikum með að gifta dætur sín- ar, og þjóðin varð að öngla saman í sjóð, til þess að einhverjir prinsar gætu freist- azt til bónorðs. Úti um sveitir var brúð- kaupsskatturinn innheimtur allt til 1800, og í Kaupmannahöfn var hann ekki af- numinn fyrr en 1877. 1 Þýzkalandi (Meckl- enburg) var prinsessuskattur goldinn allt til ársins 1904, þegar Cecilia hertogaynja giftist krónprinsinum þýzka. Einn sérkennilegasti skattur, sem enn fyrirfinnst, er skattur sá í Frakklandi, sem lagður er á fólk fyrir að taka þátt í líkfylgd. — Og í Belgíu er enn í lögum sér- stakur skattur á hvern skorstein í land- inu! ' 36 1 Biblíunni lesum við einatt um döðW' pálma, en í ísrael nútímans . eru ÞesS reisulegu og hagnýtu pálmar harla sja gæfir, og jafnvel í Egyptalandi. Þetta rót sína að rekja til trjáskatts, sem Tvr ir leiddu í lög á meðan þeir réðu ríkft í Austurlöndum nær. Grein um met væri fullkomin, Þe^ getið væri um þá þjóð, sem borð allra þjóða mest af kartöflum. En Þ eru Irar. Þeir innbyrða a. m. k. hálft j*1 á dag hver einstaklingur. Þetta met Þeir 1 er ekki síður athyglisvert en heirnsu1 Úruguay-manna, en þeir borða á o&° hverjum 750 grömm af kjöti. Eftir fertugsaldur byrjum við að „va. niður á við", þ. e. a. s., að á hverjum % árum eftir það minnkum Við um einn seU metra. heimilisblA01

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.