Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 6
Við John og Frank skiptumst á því dag- langt að svipast um eftir honum. Það var komið kvöld, en klumban við mösurtréð var tóm. Ég grét alla nóttina. En árla morguns heyrði ég hið velþekkta skræk hans. Ég þaut niður stigann og sá hvar Þrjótur sat á klumbunni sinni með blak- andi vængjum, rétt eins og taumurinn væri enn bundinn um fætur hans. Ég varð að taka á öllu sem ég átti, til þess að rjúka ekki í áttina til hans. Hægt og varfærnis- lega þokaðist ég nær honum, og þegar ég var aðeins armslengd frá honum, hopp- aði hann yfir öxlina á mér og hjó fast í hökuna á mér. Hann var soltinn. Þegar ég var búin að tjóðra hann nægilega við ólina, greip ég riffil og skaut grátittiing, sem var á vappi við hlöðudyrnar. Síðan hljóp ég að fálkanum og leysti hann. Ég fór aftur þangað sem fuglinn lá, hélt á honum í út- réttri hendinni og flautaði. Fálkinn flaug upp, þaut yfir þveran garðinn og kastaði sér niður yfir höndina á mér — einmitt eins og velþjáifaður veiðifálki á að gera. Þarf ég að taka það fram, að bræður mínir voru vaktir árla þennan morgun? Upp frá þeim degi kom okkur ágætlega saman, mér og fuglinum. Óðara en hann heyrði mig blistra, var hann kominn upp á öxl mér eða þangað sem maturinn beið hans. Jafnvel eftir að gullrisinn tók að bera blóm og ég þurfti að fara aftur í skól- ann, sætti Þrjótur sig við það, að ég væri burtu tímunum saman án þess að slakað væri á aganum við hann. En hvað mitt eigið uppeldi snertir, gekk það nú svona og svona. Kvöld eitt þegar ég ætlaði að fara að hátta, kom mamma inn til mín með pakka í hendinni. Hún leit á mig á þann hátt, sem aðeins kona get- ur horft á konu, og hlýlegt bros brauzt. fram á varir henni. „Þú ert að verða stór stúlka, væna mín,“ sagði hún, og til þess að leggja áherzlu á þennan óvænta sann- leika opnaði hún pakkann — og í hon- um var sokkabandabelti, silkisokkar og brjóstahöld. Mig langaði mest til að hlaupa leiðar minnar, fela mig eða falla dauð um koll á stundinni — allt vildi ég til vinna, til þess að geta lagt á flótta. Þegar hún var farin, faldi ég allt saman djúpt niðri í neðstu kommóðuskúffunni, rétt eins og Þa® væri hryllilegur leyndardómur, sem urn- fram allt yrði að fela fyrir umheiminum- Mánuðina sem í hönd fóru þurfti ég oftar en einu sinni á þessum hlutum að halda, en ég lét þá eiga sig þar sem þeir voru niður komnir. Mamma sagði aðeins, að bræður mínir væru þó það miklir menn, að þeir settu upp hálsbindi án þess að gera veður út af þvi. Dag nokkurn kom ég of seint úr skóla og sá hvar bræður mínir stóðu á bakdyra; tröppunum, og mikið af áhöldum og leðri umhverfis þá. „Við ætlum að útbúa hettu á Þrjót,“ sagði Frank. „Æ, nei!“ mótmælti ég. „Það er and- styggilegt. Þá getur hann ekkert séð.“ ,,Já, en þú hefur of mikið að gera ti þess að geta annazt hann. Hann er orðin11 svoddan villingur; hann getur brotið á sei stélið, þegar hann rykkir í tauminn. Þegal hann fær hettu, verður hann rólegri." Þeir fullgerðu svo hettuna, og það va1 fallegasta höfuðfat. Ofan á henni var dúsk' ur úr kjúklingafjöðrum, en að neðan ya1 hún reyrð með lauslegri lykkju. Ekki vil 1 ég taka þátt i að bregða henni á fugh1111' en stóð álengdar og horfði á. Ég þóttis viss um, að hann myndi ekki kunna vel V1 að vera meðhöndlaður þannig, og beið ÞeSS að hann yrði æfur og byggist til u10, spyrnu. En óðara og hettan var komiu Þrjót, hætti hann að skrækja. Hann hris . hausinn, klóraði svolítið í hettuna, en s£® sig von bráðar við orðinn hlut og lét S°l heita þótt hann sæi ekki lengur út úr au£ unum. Eins og góðum fálkatemjurum sæ111 ’ var það álit John og Franks, að Þrjótul ætti að hafa hettuna að staðaldri Þe£f hann væri ekki að veiðum, en ekki gat afborið þá tilhugsun, að fuglinn minn, se^ elskaði frelsið og flugið um himininn, þannig í myrkri. Ég tók því af honum hett' paiung 1 lwxv pvi ai . una og fór með hann upp í herbergið 1111 Ef mér gæfist ekki tóm til að halda^ho um á æfingu sem veiðifálka, ætlaði eg ^ gera hann að einskonar dekurfugli- ° ___* pih 50 HEIMILISBLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.