Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 8
Töfragripurinn og hákarlinn Eftir Jacques Cézembre. Fjórtán dagar voru liðnir frá því perlu- veiðarnar hófust, en þær standa yfir svo sem kunnugt er frá 15. febrúar til 1. apríl. — Milli klukkan sex og tíu á hverjum morgni lagði lítill bátafloti af stað frá ströndinni og út á miðin. Róðrarmennirnir tóku sér hvíld, þegar út var komið, en kaf- ararnir, klæddir lendaklæðinu ,,langouti“ einu saman, stungu sér í kaldan en lygnan sjóinn. Til þess að sökkva fyrr, bundu þeir þungan stein í taum við vinstri fót sér, en með þeim hægri héldu þeir föstu netinu, sem þeir fylltu með stórum og flötum ostr- unum. I munni sér eða við beltið báru þeir stóra hnífa, flugbeitta, sem voru þeim til varnar, ef þeir urðu fyrir árásum hákarl- anna. 1 ár höfðu hákarlarnir verið óvenju ágangssamir. Þrátt fyrir hávaða og óvenju- mikla bátamergð, komu þeir nær en nokkru sinni, og nú þegar höfðu átt sér stað mið- ur þægilegir atburðir, en samt ekkert stór- slys. Flestir veiðimennirnir höfðu þegar lent í átökum við hákarlana, þ. e. a. s., að- eins einn þeirra, Matoura að nafni, hafði enn sem komið var sloppið við allt slíkt. Hann var hinn djarfasti og dugmesti kaf- ari, hreykinn eins og eyðimerkurkóngur, og hló að hættunni svo að skein í röðina af skjallahvítum tönnum í sólskininu. — Jafnvel þegar hættan var sem mest, kaf- aði hann hindrunarlaust án þess að hræð- ast „ógnvald hafsins“, sem lá í leyni fyrir honum milli hins þétta gróðurs i djúpinu. Hinir fiskimennirnir dáðust að þessu og sögðu: „Matoura óttast ekkert, því að hann á töfragrip, sem verndar hann!“ Hinn ýturvaxni ungi fiskimaður átti sér að vísu töfragrip. Hann hafði flutt hann með sér heim úr langri ferð til fornu rúst- anna af bænum Amuradhapura, sem Mala- barar höfðu byggt endur fyrir löngu og búið var að grafa úr gleymsku tímans. Ma- toura hafði ekki brotið einn einasta af þe'nl jasmínum, íris eða bengölsku rósum, sem uxu fyrir framan musterið, og voru guð- unum til gleði og velþóknunar, og ÞesS vegna höfðu bramínarnir selt honum töfra- gripinn, sem nú verndaði hann. Síðla nætur eða árla morguns fór flot" inn út á miðin. Þegar sólin kom í ljós upP yfir hafbrúnina, mátti greina sem örlitla rönd strönd Ceylons með hávaxna pálma og þétta skógarlundi. Á dökkbláum himn' sigldu ský, hvít eins og nýþvegin lömb, svo gegnsær var grænblár sjórinn ströndina, að næstum mátti sjá til botns. Morgun einn, þegar menn voru að venju að fara í báta sína, kom Koundi, bezti vin- ur Matouras, hlaupandi eins og fætur tog- uðu og hrópaði allt hvað af tók: „Hafið þið ekki heyrt það? Það getur þ° ekki verið! — Og þú, Gadang, sem vannst svo lengi með Matoura, þú veizt ekki held- ur, hvað hefur komið fyrir?“ spurði hann með öndina í hálsinum. „Nei, en fyrir alla muni segðu okkur, hvað er að?“ hrópaði Gadang. ( „Ö, hjarta mitt berst enn af skelfingu; I gærkvöldi fannst Matoura á ströndinn' með hníf milli herðablaðanna. . . . kaldu' .... og dáinn!“ Óttablandinn kliður barst frá hópnuni sem starði á sögumann. Það var eins enginn gæti trúað því, sem hann sagði- „Þið vitið það,“ hélt Koundi áfram, „a hann bar verndargripinn sinn alltaf í len^’ skýlunni sinni. En trúið þvi, ef þið geý ’ að gripurinn fannst hvergi! Hann hlýtur að hafa misst hann um leið og hann kaf- aði, og þess vegna hefur verið hægt a granda lífi hans sjálfs!“ „Hefur morðinginn ekki fundizt?" „Nei!“ „Hvernig leit þessi töfragripur eiginle^a út?“ spurði einn mannanna. „Það var lítil mynd úr fílabeini af ^ t neca, guðinum með fílshöfuðið. Hann t>al lítið gull-lamb í rananum.“ Fiskimennirnir voru þögulir þegar Pe lögðu frá landi; þeir höfðu allir haft ^ ar mætur á Matoura. 52 heimilisblA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.