Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 9
Tíminn leið, og það var næstsíðasti morg- Unn veiðitímans; enn hafði ekki hafzt upp ú morðingja Matouras. — Vertíðin hafði ^eyndar gengið mjög slaklega yfirleitt. — Flestar perlur, sem fundizt höfðu, höfðu ^erið köntóttar og óæskilegar að lögun, og ýmis óhöpp höfðu líka átt sér stað. Síðasta daginn unnu veiðimennirnir eins öuglega og þeir gátu, í von um að lánið V0eri með þeim í lokin. Hvað eftir annað hurfu grannvaxnir líkamir þeirra í djúpið, eu ostruskeljar mynduðu hrauka í bátun- uui. Koundi, Gadang og þrír aðrir voru uýstokknir fyrir borð. Það mátti sjá þá á botninum eins og vanskapninga, og hreyf- 'ugar þeirra voru hægar og varfærnar. Það var búizt við þeim upp, eftir örfáar Sekúndur. Formaðurinn stóð reiðubúinn u^eð flautu sína til þess að senda næsta hóp uiður, óðara er þessi kæmi upp. Tveir jMrra birtust og gripu í borðstokkinn, en 1 Þvi sem hinn þriðji kom í ljós, buldi við hræðsluópið: „Hákarlarnir! Hákarlarnir!" Mennirnir, sem biðu, rýndu ákaft niður * sjóinn. Ræðararnir gripu í árarnar, og uinir gripu til hnífanna til þess að koma íelögum sínum til hjálpar. Nú voru ekki uðrir eftir niðri en Gadang og Koundi. Allt 1 ýinu kom Gadang í ljós, en í kjölfar hans sast koma hvítur búkur. — Gadang rétti baðar hendur upp í loftið, en hvarf aftur í °ldurnar með örvæntingarópi Koundi var ákveðinn í því að koma vini sínum til hjálpar. Með hnífinn í hendi kaf- aði hann niður undir hvíta ferlíkið og setti hnífinn á kaf í búk þess, svo að sjórinn lit- aðist rauður af blóði. Hann kom upp, en hvarf niður aftur. Andartaki síðar skaut hákarlinum upp á vatnsyfirborðið, þar sem hann ýfði sjóinn með dauðateygjum sin- um. Hann var innbyrður í bátinn, og hið limlesta lík Gadangs var einnig lagt þar til; flotinn réri til lands. Mennirnir voru þögulir, er þeir skipuðu hákarlinum upp í fjöruna, og það varð að samkomulagi að rista hann á hol, svo að Gadang gæti hlot- ið viðeigandi útför í heilu lagi. Koundi hiýddi þeirri skipun að safna saman líkamsleifum vesalings félaga síns úr búki hákarlsins. Að síðustu tók hann lendaklæðið, sem gráðugur hákarlinn hafði einnig gleypt. í því sem hann greip til klæðisins valt út úr því lítill hlutur niður á sandinn. Koundi tók hlutinn upp. Þetta var lítill fílabeinshlutur, guðinn Ganeca með fílsrana og gull-lamb í rananum. — Fiskimennirnir störðu undrandi hver á annan. Það var verndargripur Matouras, sem þarna var kominn, — og morðingi hans hafði hirt. „Brahma er réttlátur,“ mælti Koundi stillilega. „Gadang drap bróður sinn til þess að hljóta vernd guðanna, en illt leiðir af sér illt. Og verndargripurinn hefur orðið til þess að refsa hinum seka. — Brahma er réttlátur!“ Þetta mætti kalla vopnaðan frið. Jakob heitir hann, og honum finnst rétt að vita, hvernig tulipanarnir eru á bragðið, fyrst að húsmóðirin er ekki heima. afilMlLISBLAÐIÐ 53

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.